Ammmmmæli!

Það er þessi dagur í dag, eini dagurinn á árinu sem ég upplifi hvað ég er eiginlega gömul!  Einar minn á afmæli og í dag er hann 19! ára!  Á hverju ári fæ ég hálfgert sjokk, er virkilega svona langt síðan hann fæddist á skátadaginn meira að segja!  Birna kom alla leið inná fæðingarstofuna í jakka og öllu saman, frjálslegt á fæðingardeildinni á Akureyri!  Litlu fötin sem Ninna prjónaði á hann voru næstum of stór á hann þegar við fórum heim!  Á þeim árum var maður bara held ég heila 5 daga á sjúkrahúsinu eftir fæðingu, hérna í Svíþjóð hef ég bara verið svona lengi á sjúkrahúsi eftir keisara!  En það verður nú engin veisla í dag því hann er lasinn kallgreyið með hita, hósta og beinverki, hefur ekki orðið svona lasinn í mörg ár!  En þetta gengur yfir eins og allt annað!  Vona að þið eigið öll góðan dag í dag, það ætla ég að eiga þrátt fyrir "snjóstorminn" sem geisar hérnaWink

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

 Til hamingju Einar Birgir  Allar bestu afmælis og bataóskir           Þó skömm sé frá því að segja þá man ég bara eftir 2 afmælisdagsetningum sistkynabarnanna : Einar Birgir 22.febrúar og Halldór Þórir 6.janúar. Til hamingju með drenginn unga kona  Bíddu þangað til hann verður þrítugur, þá ert þú fyrir löngu farin að undrast það, hvað börnin þín eru orðin gömul, þú sem ert svo ung ennþá  

Jónína Dúadóttir, 22.2.2007 kl. 09:17

2 Smámynd: Kaffikelling

úff er hann orðinn svona gamall...........ég hef ekkert elst síðan ég sá hann síðast.........þú hefur ekkert elst er það?

anyways til hamingju með prinsinn hahahahaha

Luv........Kaffikelling

Kaffikelling, 22.2.2007 kl. 12:18

3 Smámynd: Birna Dúadóttir

Til hamingju með stráksa,vonandi að honum fari að batna.Ég man enn hvað ég var hissa þegar þær sendu mig bara inn til ykkar.Voða frjálslegt.Hann var sætur korters gamall og bætir bara í það með árunum,bið að heilsa sjúklingnum

Birna Dúadóttir, 22.2.2007 kl. 12:28

4 Smámynd: Jóhanna Pálmadóttir

Ég ætla ekkert að senda hamingjuóskir til stráksa, hringi frekar í hann á eftir...en til hamingju með að vera orðin ellismellur

Jóhanna Pálmadóttir, 22.2.2007 kl. 14:06

5 Smámynd: Erna Evudóttir

Mikið rétt ég hef ekki elst neitt að ráði, nota td sama númer af buxum núna eins og ég gerði þegar ég var 16, veit reyndar ekki hvort það er nokkuð geysilega gott mál en er að reyna að sjá eitthvað jákvætt við að vera svona grönn!

Erna Evudóttir, 22.2.2007 kl. 22:21

6 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Til hamingju Einar (Ég hringji ekki)

Gunnar Helgi Eysteinsson, 23.2.2007 kl. 16:22

7 Smámynd: Birna Dúadóttir

Það góða við að vera svona grönn:þú kemst leiðar þinnar án þess að rekast á fólk,það er pláss fyrir þig í strætó,þú verður seint kölluð brussuleg og líklega ekki heldur feit.Þú getur farið í feluleik og valið þér ljósastaur til að fela þig á bak við ofl ofl.Þetta er amk mín gleðilega reynsla

Birna Dúadóttir, 23.2.2007 kl. 17:27

8 Smámynd: Birna Dúadóttir

Þið eruð að sjálfsögðu boðin í ammmmælið mitt  á morgun

Birna Dúadóttir, 23.2.2007 kl. 17:35

9 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Komdu nú undan þvottavélinn Birna mín, feluleiurinn er búinn

Jónína Dúadóttir, 24.2.2007 kl. 12:33

10 Smámynd: Jónína Dúadóttir

þetta átti auðvitað að vera "feluleikurinn" og ég játa mig sigraða, ég verð að nota gleraugun við tölvuna

Jónína Dúadóttir, 24.2.2007 kl. 12:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband