Íslenska!

Var á foreldrafundi í gærkvöldi og hitti þar íslenska konu, hún er gift Svía og á strák í Axels bekk!  Gaman að því, hitti næstum aldrei íslendinga hérna í bænum, það eru víst ekki margir íslendingar sem búa hérna!  Nú þessi foreldrafundur gekk sæmilega, talað og talað eins og venjulega, er ekkert orðið rólegra í bekknum síðan síðast!  Nú svo var farið fram á það við foreldrana að við komum í skólann í þá tíma þar sem eru mest læti, ég ætla að fara í sænskutíma á mánudögum!  Jæja hætt núna og fer með Ísak á leikskólann, njótiði dagsins!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Virðist sniðug hugmynd  Svo geturðu líka prófað að hóta því að Ninna systir komi og þvoi þeim um hárið

Jónína Dúadóttir, 24.4.2007 kl. 07:03

2 Smámynd: Erna Evudóttir

Ég veit ekki alveg hvort ég má hóta þeim með svona miklum misþyrmingum

Erna Evudóttir, 24.4.2007 kl. 07:55

3 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Úpps

Jónína Dúadóttir, 24.4.2007 kl. 09:37

4 Smámynd: Birna Dúadóttir

Góð hugmynd að skella sér í tíma,ég gerði það á sínum tíma þegar Adda bekkur var í messi,svínvirkaðiog mér leiddist ekkert sjálfri

Birna Dúadóttir, 24.4.2007 kl. 22:06

5 Smámynd: Birna Dúadóttir

Svo er alltaf plan b,að senda Ninnu til að þvo þeim um hárið

Birna Dúadóttir, 24.4.2007 kl. 22:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband