Frí!

Þá er ég komin í 5 daga frí, nú verður sko bara legið uppí sófa og slappað af!  Nú Becca er komin og verður fram á sunnudag, held ég, hef ekkert spurt hvenær hún fer heimGrin   Ísak er voða ánægður með að vera ekki á leikskólanum svona lengi, hann er ekkert leikskólabarn og hefur aldrei verið, vill bara vera heima! Nú svo verð ég bara að fá að monta mig af Axel, hann var með 19 rétt af 20 á stærðfræðiprófi núna um daginn, frábærtGrin .  Nú svo er Einar að fara að keppa í slagsmálum á laugardaginn í Stokkhólmi, held þetta heiti nú samt sport jiujitsu, er ekki alveg með þetta á hreinu, vona bara að það gangi vel þ e a s að hinir verði með fleiri glóðaraugu og marbletti en EinarWink  Nú svo er Ívar að fara til Gröna Lund í Stokkhólmi á föstudaginn með skóladagheimilinu, tívolí og allt, verður sjálfsagt voða fjör!  En jæja verð að hætta svo ég hafi tíma til að slappa af!  Góða skemmtun á uppstigningardaginn hvort sem þið farið í kirkju eða bara út að labba!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Bara allt gott að gerast hjá þér, til hamingju með þetta allt saman

Jónína Dúadóttir, 16.5.2007 kl. 15:48

2 Smámynd: Jóhanna Pálmadóttir

Myndi nú ekki kalla það frí þegar ég er að senda skottu til þín...það er þá frekar ég sem er komin í frí

Jóhanna Pálmadóttir, 16.5.2007 kl. 15:55

3 Smámynd: Erna Evudóttir

Sko ef þú sendir þær báðar til mín þá væri nú aðeins minna frí, ekki það að yngri dóttir þín sé fyrirferðarmikil, bara yngri

Erna Evudóttir, 16.5.2007 kl. 16:27

4 Smámynd: Birna Dúadóttir

Liggðu bara í sófanum og láttu börnin ganga sjálfala,það herðir þau baraSkyldi mamma þín vita af þessu

Birna Dúadóttir, 17.5.2007 kl. 01:01

5 Smámynd: Erna Evudóttir

Já hún fann þetta upp, maður var nú hvorki snýttur né skeindur hérna í eina tíð

Erna Evudóttir, 17.5.2007 kl. 06:27

6 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Nú, hver var mamma hennar Ernu ?

Jónína Dúadóttir, 17.5.2007 kl. 07:07

7 Smámynd: Erna Evudóttir

Ég hef sko öruggar heimildir fyrir því að það var ekki skipt á Ninnu nema á miðvikudögum, veit ekki alveg hver mamma hennar er

Erna Evudóttir, 17.5.2007 kl. 09:59

8 Smámynd: Birna Dúadóttir

Furða að maður skyldi komast til manns,eða í okkar tilfelli konu

Birna Dúadóttir, 17.5.2007 kl. 11:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband