Nornin

Ég sá alveg svakalega gamla konu áðan þegar ég var að fara heim úr vinnunni, hún var alveg rosalega bogin í baki og pínulítil og þá mundi ég eftir konu sem ég var svo hrædd við þegar ég var lítil.  Mamma og pabbi versluðu alltaf í kjörbúð niðrá Eyri(why?) sem hét Alaska og ég fór oft með þangað og þar kom oft gömul kona sem ég var viss um að væri norn eða Grýla, hún var svo bogin í baki að hún var næstum því brotin saman, var oftast svartklædd með skýlu á höfðinu, með STÓRT nef og staf!  Ég gleymi því ekki hvað ég var hrædd við hana, svo sagði mamma mér seinna að þetta hefði verið alveg indælis kona en hún var sko alvöru norn fyrir mér þáCrying .  En um daginn í dag er það að segja að ég er að fara í skólann korter yfir 4 til ca 5, verður örugglega gaman að því, svo er að bruna heim því bæði Axel og Ívar eru að fara á fótboltaæfingu eftir það! Bless í bili!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ertu búin að fá nýja skólatösku og pennaveski ?

Jónína Dúadóttir, 21.8.2007 kl. 13:24

2 Smámynd: Erna Evudóttir

Nei á ennþá þessa rauðu sem ég fékk í 1.bekk sem Ninna systir merkti fyrir mig því hún skrifar nefnilega svo vel

Erna Evudóttir, 21.8.2007 kl. 16:33

3 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Svo þú ert með fordóma á móti gömlu fólki!... Erna þó!

Gunnar Helgi Eysteinsson, 21.8.2007 kl. 21:02

4 Smámynd: Erna Evudóttir

Oooooooobs, náðir mér þarna

Erna Evudóttir, 22.8.2007 kl. 05:27

5 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ææ maður verður greinilega að passa sig á honum Gunnari

Jónína Dúadóttir, 22.8.2007 kl. 06:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband