Að skipta sér í tvennt það er málið!

Ég þyrfti að vera svona superhero sem gæti verið á 2 stöðum samtímis, stundum 3 þegar liggur á!  Í kvöld t d þá er Axel með fótboltaleik og Eva í tónlistarskólanum og þetta er á sama tíma, og nei hún er ekki að læra á fiðlu heldur þverflautu og það fyndna er að ég fæ ekki hljóð í helv.... flautuna, kann sko að spila á svona venjulega blokkflautu en það skiptir engu þar sem mér er þetta alveg ómögulegt, Evu finnst það svo fyndiðFootinMouth   Eva getur ekki farið ein í tónlistarskólann svo Axel minn sem er að verða 15 ára í febrúar verður bara alveg einn að spila fótbolta eða sko liðið hans verður þarna líka og slatti af öðrum foreldrum en samt, maður fær nú samviskubitCrying   Nú svo annað kvöld er skólaráðsfundur og þar þarf ýmislegt að ræða eins og t d hvort skólinn skiftir sér af ef börn eru að fasta, það er sko Ramadan núna og múhameðstrúarmenn fasta yfir daginn eða sko fullorðnir og frískir, börn eiga ekki að fasta en ég veit um stelpu í bekknum hans Ívars sem gerir það, hún er 11 ára gömul, ekki alveg fullorðin!  Það verða sjálfsagt skemmtilegar umræður ef ekki annað!  Jæja best að ná í börn og baka svo pönnukökur til að hafa í kvöldmatinn, nammGrin

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birna Dúadóttir

Þú ert súpermamma.Af hverju fær Eva ekki að læra á fiðlu,hvað er í gangi

Birna Dúadóttir, 19.9.2007 kl. 12:51

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ekki leyfa henni að læra á fiðlu, ég endurtek : ekki leyfa henni að læra á fiðlu ! Skammastín Birna Þú stendur þið með afbrigðum vel Erna mín, ég veit að ég gæti þetta ekki

Jónína Dúadóttir, 19.9.2007 kl. 12:54

3 Smámynd: Birna Dúadóttir

Uss ég var allt of löt við þetta,en Axel ætti nú að redda sér mömmu-laust úr þessu,amk stundumAf hverju má Eva ekki læra á fiðlu???Ég hef miklar áhyggjur af því að það sé verið að hefta barnið

Birna Dúadóttir, 19.9.2007 kl. 17:47

4 Smámynd: Erna Evudóttir

Sko þið hafið báðar verið í þessum bransa, eruð bara í afneitun eins og tengdadóttir Björns sáluga sem aldrei var þreytt, gat lagt sig á daginn og átti börn sem sváfu allar nætur, það er verið að hefta barnið, hana langar í alvöru til að læra á fiðlu en hér er það ekki hægt fyrr en í 3ja bekk, mér finnst það rosalega leiðinlegt

Erna Evudóttir, 19.9.2007 kl. 18:14

5 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ég maaaaan alveg þetta með fiðluna í Eyrarlandsveginum..... Við ætluðum öll að flytja að heiman, pabbi líka, ef Erna hætti ekki að misþyrma fiðlunni svona hræðilega þarna uppi á loftinu

Jónína Dúadóttir, 19.9.2007 kl. 18:42

6 Smámynd: Birna Dúadóttir

Þetta var ekki fiðla þarna á loftinu,þetta var köttur

Birna Dúadóttir, 19.9.2007 kl. 18:44

7 Smámynd: Jónína Dúadóttir

VAR þetta kötturinn, Erna þó, ekki datt mér í hug að þú værir svona.... Áttum við annars nokkurn kött þá?

Jónína Dúadóttir, 19.9.2007 kl. 18:48

8 Smámynd: Erna Evudóttir

Eruð bara svona öfundsjúkar, ykkur langaði svo rosalega að fá að læra á fiðlu líka

Erna Evudóttir, 20.9.2007 kl. 05:42

9 Smámynd: Sigríður Hafsteinsdóttir

Já, maður þyrfti sko að geta klónað sig stundum, kannast við það. Í mínum draumi klóna ég mig alltaf þannig að ein ég getur setið og gert ekkert ef hún/ég vill

Sigríður Hafsteinsdóttir, 21.9.2007 kl. 11:14

10 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Góðan dag heillin, eða á ég að hafa það í fleirtölu, klónunin komin af stað ?

Jónína Dúadóttir, 24.9.2007 kl. 07:00

11 Smámynd: Erna Evudóttir

Farnar og komnar aftur

Erna Evudóttir, 24.9.2007 kl. 07:24

12 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Nú þá er þetta nú líklega ekkert mál fyrir þig...ykkur... hm...

Jónína Dúadóttir, 24.9.2007 kl. 07:33

13 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Góð spurning

Jónína Dúadóttir, 24.9.2007 kl. 09:47

14 Smámynd: Erna Evudóttir

Auðvitað kann ég á fiðlu, hvað annað?

Erna Evudóttir, 24.9.2007 kl. 10:44

15 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Á ekki að bjóða manni á tónleika ?

Jónína Dúadóttir, 24.9.2007 kl. 12:37

16 Smámynd: Erna Evudóttir

Jú þeir verða örugglega í Carnegie Hall, ekki alveg búið að ákveða dagsetninguna enn

Erna Evudóttir, 24.9.2007 kl. 17:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband