Allt að lagast!

Hér eru sjúklingarnir að skríða saman, kominn tími tilSmile  Það snjóar meira að segja smávegis svona í morgunsárið en það verður sjálfsagt ekkert úr þessu, krakkarnir ekkert hressir með það, vilja snjó sem vit er í en það skeður nú sjaldan hér því miðurFootinMouth  Var á einhverju jólajippó niðrí bæ í gær með krakkana og það var svosem ok nema að eini jakkinn sem ég fann og get mögulega hugsað mér að ganga í er náttúrulega úr leðri og verðið eftir því, alveg svíndýr á sænskuShocking  Nóg um það, njótið lífsins í dag, ekki mikið annað hægt að gera við mánudagaGrin

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ég get ekki einu sinni boðið ykkur hingað í snjó, bara smá föl og í dag er 5 stiga hiti þannig að hann hörfar frekar en hitt. Fínt fyrir mig, verra fyrir börnin og skíðafólkið Gott að sjúklingunum er farið að líða vel

Jónína Dúadóttir, 26.11.2007 kl. 07:48

2 Smámynd: Birna Dúadóttir

Verslaðu bara jakkann kona,þú átt hann skilið.Þú verður alltaf í gróða,hann væri miklu dýrari hérna heimaGott að sjúklingarnir eru í bata.

Birna Dúadóttir, 26.11.2007 kl. 12:32

3 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ef þú ert með einhvern móral taktu þá bara verðið á jakkanum og deildu í það með öllum hinum árunum sem þú hefur ekki keypt neinn jakka og útkoman er = þú ert löngu búin að safna fyrir jakkanum

Jónína Dúadóttir, 26.11.2007 kl. 13:09

4 Smámynd: Erna Evudóttir

Ok takk stelpur vissi að þið mynduð geta ráðlagt mér í þessu dæmi

Erna Evudóttir, 26.11.2007 kl. 15:14

5 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ef þú getur ekki treyst á systur þínar, á hvern þá ?

Jónína Dúadóttir, 26.11.2007 kl. 21:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband