Pirringur!

Er að láta ýmislegt fara í taugarnar á mér þessa dagana, eins og t d þá staðreynd að á síðasta föstudag fóru krakkarnir í bekknum hennar Evu í kirkjuna af því að það var að koma fyrsti sunnudagur í aðventu, ég er ok með það en nokkrum dögum áður kom hún heim með miða þar sem maður átti að skrifa hvort barnið manns mætti fara í kirkjuna eða ekki!Shocking   Margir múhameðstrúarmenn og konur leyfa ekki krökkunum sínum að fara inn í kirkjuna og það er svo sem þeirra mál en ef það er þannig þá finnst mér að það fólk eigi að hafa samband við skólann og segja það, skólinn á ekkert að þurfa að sjá um að komast að því hvort þau mega fara eða ekki!  Nú ég skrifaði á pappírinn Já að sjálfsögðu,Evu fannst það voða fyndið!  Þetta virðist kannski vera smámunasemi en þetta er bara eitt dæmi um hvernig meirihlutinn er alltaf að aðlaga sig að minnihlutanum og það er ekki sniðugt til lengdarWoundering   En svo ég segi nú eitthvað jákvætt þá voru nágrannar mínir frá Sómalíu að baka vöfflur eftir íslenskri uppskrift í gærkvöldi, Marian vinkona hennar Evu kom upp og spurði hvort ég ætti uppskrift af vöfflum og mamma hafði sent mér eina fyrir þó nokkuð löngu síðan og ég sneri henni yfir á sænsku og lét hana fara með hana!Grin  Gott málGrin  Góða skemmtun í dag gott fólkGrin

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Þarna er hún enn einu sinni þessi margumtalaða íslenska útrás ! Auðvitað eiga foreldrarnir að koma þessum upplýsingum á framfæri við skólana. Þetta er aðeins svona hérna líka, með td Vottana, kennararnir hringja í foreldrana til að spyrja hvað eigi að gera við barnið/börnin þegar allir hinir eru að föndra fyrir jólin. Ömurlega hallærislegt að litlu greyin megi ekki bara vera með

Jónína Dúadóttir, 6.12.2007 kl. 12:26

2 Smámynd: Birna Dúadóttir

Þetta byggist á aðlöðun ekki áróðri,flott hjá þér að dreifa pönnukökuuppskrift,lúmskt,falinn áróður

Birna Dúadóttir, 6.12.2007 kl. 18:16

3 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Gunnar Helgi Eysteinsson, 6.12.2007 kl. 19:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband