Hugmyndir á flugi!

Ég fæ oft alveg rosalega góðar hugmyndir sem ég ætla svo endilega að skrifa um hérna á blogginu en svo þegar ég sest niður hérna þá eru þær alveg horfnar!  Minnið eitthvað að gefa sig, ja enda mar að verða 45 á þessu ári, hlaut að koma að þessu!Grin  Eitt af því sem ég man eftir núna er að það er svo skrýtið hvað maður man fullt af hlutum sem maður þarf alls ekki að muna, símanúmerið hennar Birnu frá því fyrir 25 árum síðan er eitt dæmi um það, hún er sko löngu búin að skipta um númerErrm   Annað sem ég man sem er að vísu bara gott er þegar ég var í 6.bekk í Barnaskóla Akureyrar og Ingimar Eydal leyfði okkur að hlusta á Finlandia eftir Sibelius upp í sal í skólanum, það var stórkostleg upplifun, held ég hafi farið að kunna að meta klassíska tónlist þá, var einmitt að hlusta á þetta verk í gærkvöldi, bara snilldGrin  Hef víst ekki tíma fyrir lengri ritgerð, er að fara með Evu á Aikido æfingu og Ísak er að fara til vinar síns, góða skemmtun allir þarna útiGrin

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ég er líka með þetta þarna "dettursvonagjörsamlegadauðóvartúrmanni" genið af því að þetta er gen, hefur ekkert með aldur að gera

Góða skemmtun og faðmaðu alla familíuna frá mér

Jónína Dúadóttir, 12.1.2008 kl. 11:30

2 Smámynd: Erna Evudóttir

Takk gott að vita að þetta er meðfætt en ekki elliglöp

Erna Evudóttir, 12.1.2008 kl. 12:06

3 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ég er með þessa gen líka:
"dettursvonagjörsamlegadauðóvartúrmanni"

Gunnar Helgi Eysteinsson, 12.1.2008 kl. 12:50

4 Smámynd: Erna Evudóttir

Gunnar er frændi okkar, sniðugt

Erna Evudóttir, 12.1.2008 kl. 13:49

5 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Fínn frændi það

Jónína Dúadóttir, 12.1.2008 kl. 15:03

6 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ertu ekkert komin heim af hákirkjulega sænska jólaballinu ?  Hvar er Birna núna, geturðu ekki prófað að hringja í gamla númerið hennar ? Ég man alltaf bílnúmerið á bílnum hans pabba A 2228... og til hvers

Jónína Dúadóttir, 13.1.2008 kl. 14:07

7 Smámynd: Birna Dúadóttir

Elsku Erna mín ég held þú sért nú bara samt farin að tapa,eins og Sigga móða.Og þar sem ég er nú aðeins á undan þér í röðinni,börnin Evu og Dúa,þá máttu vita það að þetta getur bara versnað.Ninna er yngri en við báðar svo að hún hefur engu að tapa

Birna Dúadóttir, 13.1.2008 kl. 18:13

8 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Takk Birna mín, var að vona að þú mundir muna þetta

Jónína Dúadóttir, 13.1.2008 kl. 18:25

9 Smámynd: Erna Evudóttir

Ninna er alltaf í gróða

Erna Evudóttir, 14.1.2008 kl. 06:33

10 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ójá

Jónína Dúadóttir, 14.1.2008 kl. 07:07

11 identicon

Já og svo má ekki gleyma asmanum he he he he he he he

Jens Hjelm (IP-tala skráð) 19.1.2008 kl. 12:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband