Bloggfærslur mánaðarins, október 2007

Algjör æla!

Fór í dag að kaupa í matinn, sem er ekkert í frásögur færandi, geri það nokkuð oft, hmm borða ég svona mikið eða eru það kettirnirTounge Allavega þá komu Eva og Ísak með sem og oft áður, kannski of oft áður, haltu þig við efnið kona!  Svo eiginlega alveg uppúr þurru ælir Eva á gólfið, hún var nýbúin að segja að henni væri óglatt en ekki með þeim látum að ég gerði ekkert í því en svo bara kom gusan!  Hvað gerir virðuleg 5 barna móðir þá, hleypur í burtu og kemur aldrei í þessa búð aftur eða leitar uppi búðarstarfsmann og útskýrir fyrir honum á mjög uppeldislega réttan hátt að barnið hafi ælt á gólfið og það vanti eitthvað til að þrífa það upp með, auðvitað gerði ég það og á meðan hann náði í skrúbb og fötu sá ég til þess að enginn dytti nú í sullinu á gólfinu, er konan með stáltaugar eða er konan með stáltaugar? Grin Svo þetta var nú stærsti viðburðurinn í lífi mínu í dag, fyrir utan að ég og hinir Sómalirnir þurfum að fara að mótmæla hitastiginu heima hjá okkur, svakalega kallt í húsinu og virðist ekkert vera að lagastErrm Eigið endilega besta kvöldið hingaðtilGrin


Það er mánudagur ég veit það!

Mér finnst endilega að það sé laugardagur, kannski afþví að það var dáldið mikið í gangi um helgina!Grin  En í gær var afmælisveisla hjá Ísak og hann skemmti sér rosalega vel, fékk fullt af allskonar dóti en þó aðallega vopnum, hann er svolítið hrifinn af því! Hefur það sjálfsagt frá mérWhistling  Nú Axel og Ívar fóru í gærkvöldi til Jóku og í kvöld ætla þau á íshokkíleik, Jóka, Becca, Axel og Ívar, verður nú ábyggilega gaman að því! Það er sko vikufrí í skólanum hérna svo nú er bara slappað af, ætla með Evu og Ísak að sjá orma, kóngulær og svoleiðis kvikindi og svo finnum við uppá einhverju meiru skemmtileguGrin  Góða skemmtun í dag!

Brjálað að gera!

Hef verið mucho busy við allskonar uppákomur, samtöl í skólanum, menningarkvöld í skólanum hjá Evu og Ívari http://www.corren.se/archive/2007/10/25/jfkiolka2dgq8ni.xml, foreldrafundur á leikskólanum hjá Ísak og ýmislegt fleira!  Núna á eftir er aikidoæfing hjá Evu og svo þurfum við að fara í bæinn og kaupa afmælisgjafir handa Ísak því við ætlum að halda uppá afmælið hans á morgun en hann verður 5 ára á mánudaginnWizard

Pólitískur flóttamaður/köttur!

Eins og alþjóð veit þá á ég 5 ketti og þeim semur oftast sæmilega, sko þangað til í morgun um hálfáttaleytið, þá allt í einu fengu þeir allir algjört fár og slógust út um alla íbúð, meira að segja Rambó greyið fékk sinn skammt af látunumFrown   Nú ég gat nú stoppað þetta og enginn þurfti á læknishjálp að halda en Addó greyið sem er langstærstur af þeim sat út á svölum í fleiri tíma og þorði ekki að koma inn!  Þegar ég gat loksins fengið hann til að koma inn þá réðst Halla sú yngsta og minnsta á hann og þau slógust út um allt! Svo eftir að ég gat skilið þau að fór hann aftur út á svalir og þorði allsekki inn en nú er orðið ansi kallt svo lausnin var að sækja um pólitískt hæli í herberginu hans Axels og þar er hann nú og verður sjálfsagt þangað til hann þorir fram afturErrm  Ég aftur á móti verð sjálfsagt að fá handa þeim róandi, nenni ekki að hafa þessi læti, er til róandi handa köttum annars? Wisdom doesn't necessarily come with age. Sometimes age just shows up all by itself. Grin Grin

Þarna er sönnunin fyrir þessu!

Þetta átti sko að vera eiginmaður næstelstu dóttur Láru sem átti að hafa eignast fleiri börn en við vissum um, það er sko ekkert af viti í höfðinu á mér í dag, hmmm fór ekkert í kirkju í dag, kannski þessvegna!Over and out!

Stundum er bara ekkert í gangi í höfðinu á mér!

Þetta er satt, ekkert við því að geraTounge  Mér finnst ég oftast hafa helling að gera en svo þegar til kemur þá hef ég bara engu að segja frá!  Jú þarna kom það, ég frétti fyrir nokkuð mörgum árum síðan af því að ég kannski ætti fleiri nána ættingja en ég hafði vitað um!  Það átti að hafa verið tengdasonur næstelstu dóttur Láru sem átti að hafa eignast fleiri börn en við vissum um, eins og þau hafi nú ekki verið nógu mörgGrin  Nú veit ég ekkert um sannleiksgildið í þessari sögusögn en svona er þetta á Íslandi og mér finnst það eiginlega bara frábært, það sýnir amk að fólki er ekki sama um hvort annaðGrin  Aðgát skal höfð í nærveru sálar. AmenHalo

Hann á ammælí dag, hann á ammælí dag!

Sko hann Ívar stóri bróðir minn á afmæli í dag, til hamingju með það!  Fór í búðir í dag að leita mér að jakka og fann engan sem mér líkaðiPinch  Í gær fór ég til Tranås með lestinni sem tekur ca 40 mínútur ef ekkert bilar og lestin stendur ekki kyrr á sama stað í ca korter sem skeði í gær svo ég var sama korter of sein á fundinn sem ég var að fara áWoundering  Tók Evu og Ísak með mér því enga fann ég barnapíuna en þeim fannst þetta bara gaman, alltaf fjör að fara í lest, nú svo er voða fallegt í Tranås, kannski ekki égvilflytjaþangaðfallegt en samt voða næsGrin  Núna ætla ég að fara að sofa, eða nei annars verð að bíða eftir að þvottavélin klári og hengja það upp, ætti að banna föt sem ekki má setja í þurrkaraGrinBless á meðan gott fólkGrin


Fló á skinni!

Var að sjá að Leikfélag Akureyrar ætlar að setja upp Fló á skinni í janúar, langar rosalega að sjá það!  Man eftir því þegar við fórum með mömmu í leikhúsið að sjá Fló á skinni, rosalegt ævintýri, man ekkert eftir um hvað þetta snerist en rosaleg upplifun að fara í leikhús, veit ekki hvað ég var gömul en kannski eldri og yngri systur mínar geti upplýst mig um það!Grin  Svipuð upplifun var að fara til saumakonu sem ég veit að amk ég og Birna gerðum nokkrum sinnum með mömmu, skrýtið hvað þetta hefur breyst, fyrir mína krakka er upplifun að fara í eitthvað geggjað ferðalag, allt var betra hérna áður fyrrLoL LoL LoL

Smá samúð hérna takk!

Ég er sko lasin, alveg svakalega kvefuð, illt í hálsinum, með hausverk og alles, bara allan pakkann, var meira að segja með hita um helgina, er örugglega jafn lasin og karlmenn verða oftSick  En ég hef eiginlega ekki tíma fyrir þetta, þarf að skila ritgerð fyrir 24.okt sem ég btw er ekki byrjuð á og krakkarnir þurfa ennþá að fá að borða og hjálp með heimanámið þó ég sé lasin, skrítiðFootinMouth  En veðrið er æðislega gott, virkilega fallegt haustveður, mig langar næstum því að fara að labba út í skógiSmile  Þetta gæti verið verra, bless í biliTounge

Hún fannst á tröppunum 7.október 1975!

Nei nei bara að grínast,Jóka á afmæli í dag, er alveg 32ja áraGrin  Til hamingju með daginn litla mín, hafðu það alltaf sem bestWizard   Annars er af mér að segja að ég fékk heimsókn í dag, kom hérna par sem er nýflutt í hverfið, hann íslenskur og hún sænsk, bara gaman að því!  Hitti nú ekki of marga íslendinga, aðallega enga svo þetta er bara fínt!  Fariði vel með ykkur gott fólk afmælisbörn sem og aðrirTounge

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband