Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2007

Jakkaföt

Hann Einar litli sonur minn fór í dag og keypti sér jakkaföt og svo þegar hann kom heim fór hann í þau og ég get bara ekki skilið hvernig ég get átt svona fullorðinn sonCrying.  Lendi oft í svona skilningsleysi í sambandi við hann, sérstaklega þegar hann á afmæli, finnst ennþá svo stutt síðan hann fæddistGrin.  En svona þar fyrir utan þá er hann alveg jafnmyndarlegur og mamma hans ef þið skylduð nú vita hver hún erCool.  Fann loksins bækurnar um Basil fursta sem ég las í æsku, eru víst til örfá eintök á bókasafninu á Akureyri í kjallaranum, verð bara að fá þær lánaðar þegar ég kem í sumar!  Over and outGrin


Kokteilsósa!

Mig langaði svo rosalega í kokteilsósu núna í kvöld að það var næstum því ekki fyndiðCrying !  Þetta kemur ekki oft fyrir guði sé lof, slæm tilfinning sérstaklega þar sem ég bý í landi sem framleiðir engar góðar sósur og eiginlega engan góðan mat nema þá kebabpizzu sem er eins og allir vita ekki sænsk að uppruna!  Ég verð stundum alveg hræðilega þreytt á matnum hérna eða öllu heldur skortinum á honum!  Pylsur í öllum stærðum og gerðum eru svosem kúl fyrsta árið hérna og ég tala nú ekki um skortinn á nýjum fiskiDevil .  Nú þó svo ég hafi ekki fæðst með typpi þá finnst mér ekki gaman að elda mat, mér finnst sjoppufæði fínn matur, borða helst ekki grænmeti ef ég kemst hjá því og vill gjarnan hafa matinn minn allan útvaðandi í fitu!  Geri mér grein fyrir að þetta samræmist ekki þeirri mynd sem margir hafa af KONU á mínum aldri sem á svona mörg börn en mér gæti ekki verið meira sama, finnst bara tímasóun að velta því fyrir mér hvað öðrum finnst um hvernig ég á að vera.  Mér hefur til dæmis alltaf fundist alveg hræðilega leiðinlegt að fara með börnin mín á leikvöll þegar þau voru lítil, tók alltaf með mér eitthvað að lesa ef ég villtist á leikvöll, hinir foreldrarnir sátu í sandkassanum með krökkunum sínum og fannst ég örugglega vera alveg glötuð!  Enn og aftur var mér alveg sama, djöfuls kæruleysi er þetta í konunniDevil !  Spakmælið í dag er:  Ekki fresta neinu til morguns sem þú getur látið einhvern annan gera í dagGrin

Íslenska!

Var á foreldrafundi í gærkvöldi og hitti þar íslenska konu, hún er gift Svía og á strák í Axels bekk!  Gaman að því, hitti næstum aldrei íslendinga hérna í bænum, það eru víst ekki margir íslendingar sem búa hérna!  Nú þessi foreldrafundur gekk sæmilega, talað og talað eins og venjulega, er ekkert orðið rólegra í bekknum síðan síðast!  Nú svo var farið fram á það við foreldrana að við komum í skólann í þá tíma þar sem eru mest læti, ég ætla að fara í sænskutíma á mánudögum!  Jæja hætt núna og fer með Ísak á leikskólann, njótiði dagsins!

Gleðilegt sumar!

Hér er bara rammíslenskt sumardaginnfyrstaveður, rok og rigning og skítkallt!  Var á skólaráðsfundi í gær og fékk að vita þar að allar áætlanir um að byggja nýjan skóla hér í hverfinu sem voru langt komnar fyrir síðustu kosningar, eru bara lagðar niður, það eru sko engir peningar til fyrir nýjum skóla hér!  Að vísu er þetta bæjarfélag rekið með risastórum plús, við erum í gróða en þá peninga ætla þeir að nota í eitthvað annað, hvað veit enginn ennCrying .  Það er sko hægt að verða pirraður yfir minna, meiri aumingjar en ég og svo framvegis!  En þar fyrir utan þá finnst mér að Sumardagurinn fyrsti ætti að vera frídagur hérna í Svíþjóð allavega fyrir okkur Íslendinga, margir aðrir minnihlutahópar fá frí á sínum hátíðisdögumGrin .  Sé alveg fyrir mér svipinn á liðinu ef ég færi fram á það í skólanum hjá krökkunum að þau þyrftu að fá frí á svona dögum, þeim finnst nefnilega að við séum ekki alvöru útlendingar, meira sænsk en nokkuð annaðWink . Spakmæli dagsins er:  Sum mistök eru alltof skemmtileg til að gera þau bara einusinniDevil

Kosningar í aðsigi

Það er nefnilega það, ég veit alltaf hvaða flokk ég ætla ekki að kjósa, svo er vandamálið hvað er eftir og hvað ég á að velja!  Þarf að fara annaðhvort til Stokkhólms eða Jönköping til að kjósa, svosem gaman að fara eitthvað svona í leiðinni!  Mér finnst bara eiginlega allir flokkarnir á Íslandi vera eins, er voða lítið svona hægri/vinstri dæmi, lítill munur eiginlega nema þá að nafninu til!  Hérna er sko alveg ljóst að Reinfeldt og hirðin hans eru virkilega til hægri, þeir ríku verða ríkari og þeir fátæku eru bara úti að skíta eins og venjulega!  Nú svo annaðkvöld er fundur í skólaráðinu í skólanum hjá Evu og Ívari, það gæti orðið nokkuð gaman, þarf að spyrja skólastjórann um nokkur atriði sem gæti verið erfitt að útskýraDevil .  Skil eiginlega ekki afhverju ég hef svona gaman að "djävlas" með fólk, kannski bara ættgengur andskotiWink .  En gaman er það allavega svo ég held því bara áframDevil .  Eat, drink and be merryGrin

Sumar og sól!

Það er bara svona þvílíka rjómablíðan hérna, fór með 5 krakka í lítið tívolí.  Gaman þar og svo á leiðinni heim löbbuðum við gegnum skóginn og tíndum blóm og allesGrin .  Alveg frábært að fá svona gott veður svona snemma.  Var alveg að missa af Eiríki og íslenska laginu í gærkvöldi, fór bara snemma að sofa sem var gott því krakkarnir voru vöknuð um hálfátta sem mér finnst svolítill óþarfi svona á laugardagsmorgniSleeping .  En ég valdi að eiga 5 börn og þá ekki afþví að ég hélt ég myndi getað sofið út um helgarWink .  Svo á morgun er Eva að fara á fyrstu fótboltaæfinguna sína, allir í boltanum hérna orðið nema þá Ísak en það kemur sjálfsagt að því frekar fyrr en seinnaTounge .  And remember: Common sense ain´t common!

Að vera með!

Ég er voða mikill stólpi hérna í hverfinu mínuGrin  og þarf þar af leiðandi að mæta á allskonar fundi í sambandi við leikskólann og skólana hérna og er búin að vera á tveim fundum þessa viku!  Stundum hugsa ég um afhverju ég sé að eyða tíma í þetta, við foreldrar eigum endilega að koma með hugmyndir og stinga uppá hvað sé hægt að gera fyrir krakkana og hvað sé hægt að laga en svo þegar til kemur þá eru ekki til neinir peningar eða bara ekki hægt að gera neitt!  Þetta er voða þreytandi en ég hætti sjálfsagt ekkert að vera með fyrir því, ég sé hlutina stundum aðeins öðruvísi en svíarnir og það er alltaf gott ef allir hugsa ekki eins!  En yfir í uppáhaldsumræðuefnið, veðrið er bara að verða alveg frábært hérna, á að vera amk 20 stiga hiti um helgina, ekkert nema gott um það að segjaGrin  góða skemmtun í dag gott fólk!

Þá er þessi líka að verða búinn!

Þá var það páskadagur sem líka leið hjá, búið að vera gaman hjá okkur í dag, fórum útí skóg sem er nú lítið eftir af síðan stormurinn Per kom og fór, hann (Per) hrinti trjánum sem hún Guðrún (stormur líka) náði ekki fyrir einhverjum árum síðan!  En skítt með það í skóginn fórum við og fannst bara gaman, sáum íkorna og fugla en engin blóm enda hálfkalt og svo eru þeir að spá snjókomu!!! í nóttGrin   Kíkiði á gömlu myndirnarGrin   Skemmtið ykkur vel við það sem þið eruð að geraGrin  I´ll be backDevil

Föstudagurinn laaaaaangi að kveldi kominn!

Ekkert lengri föstudagur en venjulega en Ísak sagði mér í dag þegar ég vildi endilega að hann færi út að leika sér að maður mætti ekki fara út á föstudaginn langa, nú og ég vildi fá að vita hver segði það og þá svaraði hann að jólasveinninn hefði hvíslað því að honumGrin.  Hugmyndaflugið alveg í lagi hjá honum bara eins og um daginn þegar hann var að fara út á ljónaveiðar en bara verst að hann vantaði svona Afríkuföt, það er betra að vera í svoleiðis fötum á ljónaveiðum!  Jæja þetta er nóg í bili, fer og fæ mér kaffi með rjóma útí, er alltaf í fitun you see, virkar ekki mjög vel en smakkast velWink. Power to the peopleGrin


Páskafrí?

Tek nú ekkert mikið eftir því að það er páskafrí þar sem ég vinn ekki nema þá í sjálfri mér, nú svo set ég í þvottavél annað slagið og gef köttunum að borða!  Jú tek eftir því að krakkarnir eru meira heima nema Einar sem er í Jönköping að leita að rótunum og gengur bara nokkuð vel held égGrin .  En núna ætla ég að fara að horfa á CSI sem btw er eiginlega eini þátturinn sem ég horfi reglulega á, nóg af blóði og dauðu fólki, passar mér fínt!  Gleðilega páska gott fólk!

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband