Bloggfærslur mánaðarins, maí 2007

Tónleikar!

Var að koma heim frá tónleikum í kirkjunni, Eva var að syngja með kórnum og það var rosalega gaman að sjá og heyra!  Nú hér er klappað í kirkjum og mér er svosem alveg sama, klappa ekki sjálf bara!  Kirkjan hérna www.mikaelskyrkan.nuer gömul korngeymsla  sem er kúl en fyrir utan kirkjuna stendur svartur! kross sem minnir mig bara á Ku Klux KlanDevil  lítur nefnilega út fyrir að hafa verið kveikt í honum! En það er víst ekki mitt vandamál, nóg er nú til samt af vandamálum! Eigið gott kvöld og góðan morgundag!

Borgarstjórinn

Nei það er sko ekki ég sem er borgarstjórinn en hún (jú það er kona) er búin að bjóða mér og minni fjölskyldu að halda uppá sænska þjóðarhátíðardaginn með henni, ekki bara við að vísu heldur allir sem hafa orðið sænskir ríkisborgarar frá síðasta þjóðhátíðardegi!  Þetta á að ske í einhverjum garði niðrí bæ sem ég veit ekki almennilega hvar er og þar verður ýlt og gólað og svo deila þeir út sænska fánanum líka!  Rosalega gamanWoundering!  Held kannski að ég verði bara upptekin þennan dag við eitthvað annað!  Nú í dag var fótbolti hjá Ívar og Axel og Eva var að "gradera" í Aikido, við erum bara algjörir íþróttaálfar hérna!  Á morgun er dagskráin þannig að fyrst er kirkjan í fyrramálið og svo förum við í sund eða sko krakkarnir fara ofaní á meðan ég sit og drekk kaffi, tek sjálfsagt með mér bók að lesa! Nú svo eru bara 22 dagar þangað til við komum, löngu byrjað að telja niður hér!  Ætlaði að enda þetta með einhverju rosalega gáfulegu en finn ekkert gáfulegt að segja!  Bless allirGrin


Lesa

Ég kann að lesa, ég hef bara því miður ekki nógan tíma til þess!  Ég er samt búin að finna mér nýjan höfund sem heitir Stephen Booth, breskur að uppruna að sjálfsögðu eins og allir þeir bestu í morðgeiranum!  Bækurnar hans fjalla að sjálfsögðu um morð og blóð og svoleiðis skemmtilegheit sem mér finnst gaman að lesa umDevil   Ég las 4 bækur eftir hann í fyrrasumar og er búin að kaupa mér 2 núna sem ég því miður er ekki byrjuð á en er aftur á móti komin vel á veg með bókina sem Jóka gaf mér fyrir margt löngu síðanGrin .  En eins og sagt hefur verið á Íslandi þá verður bókvitið ekki í askana látið Crying  svo ég fer að sofa núna og að vinna í fyrramálið og munið að fara ekki yfir ána eftir vatni!

It´s raining

En það snjóar allavega ekki, alltaf gott að eiga hana Pollýönnu að!  Síðustu fréttir úr fótboltanum eru að Ívar og liðið hans unnu í gær með 15-0! Nú í kvöld voru ég og hinir Sómalirnir á skólaráðsfundi, í alvöru það voru Sómalir, einn Kúrdi og svo ég sem vorum þarna, einn kennari og skólastjórinn!  Nú ég var að lesa Vikudag sem kom í póstinum í dag og sá þá mynd af gamalli konu sem ég hélt væri löngu komin undir græna torfu, ég enn að jarða fólkGrin  Það rignir og rignir hér, má alveg hætta, þetta er orðið fínt núna! En best að koma krökkunum í rúmið, have fun! 

Uppstigningardagur!

Datt einhver snilld í hug áðan og gleymdi því svo aftur, skeður stundum!  Man ekkert hvað þetta gáfulega var sem ég ætlaði að skrifa, hefur kannski ekki verið merkilegt fyrst ég gleymdi þvíGrin  Núna er akkúrat mánuður þangað til ég kem heim, verður alveg frábært!  Axel og Ívar eru löngu byrjaðir að tala um pizzurnar á Jóni Sprett, skil ekki alveg af hverju, vill mikið frekar sitja fyrir Innra eftirlitinu á tröppunum hennar Birnu og ná glænýrri ýsu og troða henni í mig (eftir að hafa soðið hana)Devil  En svona er þetta, misjafn smekkur fólksGrin  En burtséð frá því þá ætla ég að eiga góða helgi þó að ég hafi þá aldrei verið bólusett sem barn og komi sjálfsagt til með að drepast úr einhverjum sjúkdómi sem enginn hefur fengið í hundrað árGrin , góða skemmtun allesammans!

Frí!

Þá er ég komin í 5 daga frí, nú verður sko bara legið uppí sófa og slappað af!  Nú Becca er komin og verður fram á sunnudag, held ég, hef ekkert spurt hvenær hún fer heimGrin   Ísak er voða ánægður með að vera ekki á leikskólanum svona lengi, hann er ekkert leikskólabarn og hefur aldrei verið, vill bara vera heima! Nú svo verð ég bara að fá að monta mig af Axel, hann var með 19 rétt af 20 á stærðfræðiprófi núna um daginn, frábærtGrin .  Nú svo er Einar að fara að keppa í slagsmálum á laugardaginn í Stokkhólmi, held þetta heiti nú samt sport jiujitsu, er ekki alveg með þetta á hreinu, vona bara að það gangi vel þ e a s að hinir verði með fleiri glóðaraugu og marbletti en EinarWink  Nú svo er Ívar að fara til Gröna Lund í Stokkhólmi á föstudaginn með skóladagheimilinu, tívolí og allt, verður sjálfsagt voða fjör!  En jæja verð að hætta svo ég hafi tíma til að slappa af!  Góða skemmtun á uppstigningardaginn hvort sem þið farið í kirkju eða bara út að labba!

Sunnudagur!

Þetta er sunnudagurinn eftir kosningar á Íslandi og líka dagurinn eftir Eurovision þar sem Svíar voru ekki að vinna, í gær voru þeir ekki að vinna neitt, töpuðu líka í íshokkí fyrir Kanada svo Finnar mæta Kanada í úrslitum í HM í íshokkí, held það sé HM allavega!Grin  Jæja sumir dagar eru bara ekki sænskir dagar og ég held með Finnum í íshokkí, heja SuomiGrin .  Sunnudagar eru oftast ekki lífs míns skemmtilegustu dagar og í dag er hætta á að einum svoleiðis, veðrið býður ekki upp á neina útiveru, bara skítkalt hérna! En smá Pollýanna, ég er amk ekki timbruð, það er eitthvað til að vera þakklát fyrir!  Sumarið hlýtur að koma fyrr eða síðar!  Til hamingju með nýju þingmennina ykkarDevil .  Over and out!

Ég get líka unnið!

Byrjaði að vinna í dag sem var bara gaman, ætla heldur ekki að vera þarna þangað til ég fer á eftirlaun svo þetta er allt ílagi!  Nú eins og venjulega þegar ég fer að vinna eitthvað fer allt í steik hérna heima, ég hlýt að vera svona voðalega ómissandi!  Man nú alveg sjálf eftir því þegar tengdadóttir Björns fór að vinna á sláturhúsinu á haustin, maður fann ekki einu sinni það sem hékk á nefinu á manni en svona er þetta bara, konur eru greinilega bara ómissandi!Grin  Góða skemmtun og munið bara að það er ekki mikilvægast að vinna heldur bara að vera meðSmile

Allt hvarf

Var búin að skrifa alveg helling af engu áðan og það bara gufaði upp svo núna verð ég sjálfsagt að fara að skrifa um kosningarnar í Frakklandi eða veikindi forsetans en það verður nú ekkert af því!  Sólin skín þvílíkt á hina réttlátu hérna, þeas mig og mína og það er bara gaman!  Er bara þreytt þessa dagana, þreytt á þvotti, uppvaski (les uppþvottavél), matarstússi, ryksugunni og þreytt á sjálfri mér ekki minst!  En það hlýtur að lagast með hækkandi sól eða við segjum það allavega! Have fun!

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband