Bloggfærslur mánaðarins, júní 2007

Ræturnar

Jæja þá er komið að því að fara norður í Slow Town og finna ræturnarGrin  Búið að vera voða gaman að vera hérna, alltaf að verða snyrtilegra hérna í Keflavík, rosalega mikið búið að gera hérna síðan ég kom hérna fyrst sem var nú fyrir agalega löngu síðan! Akkúrat núna er SÓL í KeflavíkGrin , bless allir hér!

Ekki í ár heldur

Nei ég fékk ekki fálkaorðuna í ár heldur en það er allt í lagi því Jón eða sko ég er komin heimGrin , frábært fjör hérna hjá Birnu í KeflavíkinniWizard
mbl.is Fálkaorðan veitt á Bessastöðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sonur minn stúdentinn!

Já mikið er búið að vera gaman í dag, ég og aðallega þó Jóka skreyttum allt í íslensku fánalitunum eftir að við komum heim frá því að sjá Einar og bekkjarfélagana hlaupa út úr skólanum!  Nú svo kom Einar heim og þá var etið og drukkið, síðan lagði hann sig í smástund áður en hann fór aftur af stað til að fara að borða með bekknum og svo verður2007-07-15 Studenten 043 farið að skemmta sér fram á nótt!  Þarna eru þau saman Einar og Johanna, svooooo sæt samanHeart

Brjálað að gera!

Hélt kannski að ykkur þætti gaman að vita hvað ég hef mikið að gera núna (greinilega engin ósköp fyrst ég sit hér)Tounge  en allavega þá eru skólaslit hjá Evu og Ívari á morgun, stúdentinn hjá Einari á föstudaginn og svo Ísland á sunnudaginn! Svo nú vitið þið það!

Safnið

Fór á safnið hérna í dag að sjá nýju sýninguna sem er byggð upp kringum eldgamlar beinagrindur sem fundust hérna í Linköping fyrir nokkrum árum síðan, rosalega gaman að skoða þetta!  Röltum svo um í bænum og borðuðum ís sem er alveg skylda í svona miklum hita, held það hafi farið upp í 30 stig í dag sem er aðeins of mikið!  Nú ég og tengdadóttir föðurömmu minnar höldum helst að Birna hafi verið Halimalað þarna á Krít fyrir nokkra úlfalda, veit ekkert hvort það eru til úlfaldar þar, ef ekki hafa þeir örugglega verið fluttir inn sérstaklega bara af því að það var von á BirnuGrin


Heitt!

Það er loksins komið svolítið gott veður, 26 stiga hiti akkúrat núna, það má alveg lifa með þvíGrin   Veit annars ekkert hvað ég á að skrifa, er farið að styttast mikið í Ferðalagið miklaGrin  en samt alveg 12 dagar eftir!  Fer bara út í sólina með kaffibolla ekkert annað hægt að gera í stöðunniSmile

Rigning aftur!

Er ekki alveg í réttu landi þessa dagana, skítkallt og rigning í fleiri daga í röðAngry   Og svo til að gera þetta enn betra þá átti ég að vera með Ísak hjá tannlækninum kl. 07.40 í morgun en hann var kominn með hita  þegar ég vakti hann svo það varð ekkert úr þvi, fór á fætur kl. 06.00 til einskis og svo á morgun er Ívar að fara að spila í skólafótboltamóti og mæting hjá honum kortér í helv..., nei í átta!  Er eitthvað svo voðalega syfjuð þessa dagana, sjálfsagt afþví að ég mæti í vinnuna alveg hálfníu á morgnana, fer að vísu á fætur korter yfir 6, þarf að fara út með hundinn áður en ég fer með Evu í skólann og Ísak á leikskólann og fer kannski ekki alveg nógu snemma að sofa á kvöldinErrm  En nú þarf ég að fara með Ívar til læknis, hann á víst að fá meiri astmalyf! Góða helgi peopleGrin

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband