Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008

Sjóræningjar!

Finnst athyglisvert að lesa um að nýi þjóðaratvinnuvegur Sómalíu sé sjóránCool  Þekki þó nokkuð marga Sómali og þeir eru nokkuð friðsamir en neyðin kennir naktri konu að spinna og Sómölum að sigla út á pínulitlum bátum og ræna stærsta olíuskipi í heimiBandit Annað sem ég hef komist að, bílar eru ekki góðar hugmyndasmiðjur, þegar ég bjó í Svíaríki ferðaðist ég mest í strætó eða bara gangandi og mínar bestu hugmyndir, samkvæmt sjálfri mér amk, fékk ég í strætó en núna skeður bara ekkert þegar ég er á leiðinni í vinnuna, nema hvað ég er hissa á hvernig fólk keyrir en það virðist nú bara vera þjóðaríþrótt hérna að keyra eins og fíflAngry  En yfir í annað, er að fara á tónleika í kvöld, Bjartsýnisblús á Norðfirði, verður örugglega alveg frábært, gef skýrslu um það á morgunSmile  Jæja þarf að fara að kaupa nammi og svo á markað, var að hugsa um að gefa Rauða Krossinum notuð spariföt ef það er til eitthvað svoleiðis hérSmile

Lánið!

Lánið leikur nú við okkur hérna, eða hvað?Cool Annars er nú bara allt í rólegheitum, er að fara í vinnuna á eftir, sem er gott, hef virkilega gaman af því sem ég er að geraSmile  Ætla að fara á tvo markaði um helgina, einn hérna og annan á Stöðvarfirði, verður ábyggilega gaman af þvíGrin  Núna ætla ég að baka "sockerkaka" og taka með mér í vinnuna, góða skemmtun í dag allihopaLoL

Laun!

Segið mér eitt, hvernig hefur maður samvisku til að taka við 1950 þúsund krónum á mánuði í laun á þessum tímum?Errm  Mér er alveg sama þó viðkomandi sé bankastjóri og sjálfsagt (eða vonandi) með viðskiptafræði eða hagfræðimenntun, enginn er svo mikilla launa virði alveg sama hvað fólk hefur verið í löngu námiAngry  Eina góða við þetta er þá að ef þessi blessuð manneskja hefur verið á námslánum þá er hún sneggri að borga þau tilbaka þegar launin eru svona há, ekkert annað jákvætt við þetta bullShocking  Annars lít ég nú á kreppuna þannig að hún var sennilega ekki mér að kenna,ég get ekkert gert í þessu máli og þá þýðir lítið að hafa áhyggjur af þvíSmile Fór á dúndursamkomu í gærkvöldi að venju, alveg snilldSmile  Jæja kaupið ykkur nú smá laugardagsnammi, over and outLoL

Anti eitthvað!

Ég er svo anti eitthvað, er með hita og beinverki, þreytt á bullinu sem allskonar stjórar og sérfræðingar eru alltaf að dæla yfir mannAngry  En heyrði eitt gott um daginn, sælir eru einfaldir því þeir vita ekki hvað þeir eru tvöfaldirLoL  Nú á morgun er ég að fara á árshátíð hjá krökkunum, verður ábyggilega rosalega gamanWizard Farin að fá mér heita súpu, have a nice tuesdayTounge

Gaman!

Var að koma af alveg frábærum tónleikum með Sinfóníuhljómsveitinni á Eskifirði, Grieg, Sibelius, Beethoven og fleiri, meiriháttarSmile  Nú svo finnst mér flott að Obama verði næsti forseti BandaríkjannaSmile Hef þetta ekki meira í bili, verð að fara að sofaSleeping

Sunnudagur!

Hef bara ekkert haft tíma til að sinna tölvunni neitt, var á námskeiði í gærmorgun og hélt svo barnaafmæli eftir hádegi og ég lifði afLoL Verð alltaf jafn hissa þegar þetta er búið og ég í heilu lagiLoL Ætla að gera minna en ekkert í dag, er líka mikið í gangi í næstu viku, hátíð hjá krökkunum og svo er Symfóníuhljómsveitin með tónleika á Eskifirði sem mig langar að fara áSmile Brjálað að geraSmile


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband