Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2007

Ammæli í dag aftur!

Axel minn er 14 ára í dag, bara algjör unglingur, held hann hafi lesið leiðbeiningarnar fyrir hvernig maður er þjáningurGrin !  Nú svo var ísterta í morgunmat, hollt og gott!  Svo verður sjálfsagt sjoppufæði í kvöld, það er fínt, mér finnst sjoppufæði gott og borða svoleiðis sjálfsagt oftar en mér er hollt  en so what Devil .  Hafið góðan dag í dag líka!

Birna á ammæli!

Til hamingju með daginn BirnaHeart , verst að Hafliði getur ekki gefið þér kók en reyndu að fá einhvern til að róla þér amkWink .  Nú hér byrjar bókaútsalan í dag og ég þangað, nú svo í leiðinni kaupi ég afmælisgjöf handa Axel, best að nota ferðinaGrin   Það er nú kannski ófært niðrí bæ, fer bara á skíðum ef ekkert annað virkar(ég á skíðum, hahaha)! Góða skemmtun gott fólk, við erum örugglega öll gott fólk ekki satt?

Vorum við apar?

Eva mín er nú bara 6 ára en hún vill samt fá að vita hvort við höfum verið aparErrm.  Skapaði Guð okkur eða hvernig var þetta eiginlega?  Ísak er eiginlega alveg sama því samkvæmt honum sjálfum þá fæddist hann í Grikklandi en það var allt í lagi því verðirnir fylgdu honum heimErrm.  Hugmyndaflug er eitthvað sem börnin mín hafa alltaf haft helling af og það er hið besta mál! Ég held ég hljóti að hafa haft svoleiðis líka fyrir löngu síðan, allavega lítið eftir núna nema einstöku sinnumGetLost  Hætti þessu núna, þarf að fara út með hundinn í allan snjóinn! Brosið framan í heiminn þá brosir hann tillbaka!


Góðir!

Er alveg að skilja þetta, börnin mín eru sko 1/16 Færeyingar (held þetta sé rétt hjá mér)! Þessvegna eru þau svona löghlýðin og ræna ekki gamlar konur eða stela mikið í búðum (sagði þeim á sínum tíma að maður stelur ekki heima hjá sér bara í búðum en þau sjálfsagt búin að gleyma því) Hér er snjór aftur, gaman að því!  Þessi blessuð vika búin og skólinn byrjar aftur á morgun, ég er voða hress með það, verð bara þreytt á allri þessari íþróttaiðkun!  Vona að þessi vika verði góð fyrir alla viðstadda, Birna og Axel eiga náttúrulega afmæli í vikunni svo þetta hlýtur að verða besta vikan everWizard
mbl.is Færeyingar haga sér manna best
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ammmmmæli!

Það er þessi dagur í dag, eini dagurinn á árinu sem ég upplifi hvað ég er eiginlega gömul!  Einar minn á afmæli og í dag er hann 19! ára!  Á hverju ári fæ ég hálfgert sjokk, er virkilega svona langt síðan hann fæddist á skátadaginn meira að segja!  Birna kom alla leið inná fæðingarstofuna í jakka og öllu saman, frjálslegt á fæðingardeildinni á Akureyri!  Litlu fötin sem Ninna prjónaði á hann voru næstum of stór á hann þegar við fórum heim!  Á þeim árum var maður bara held ég heila 5 daga á sjúkrahúsinu eftir fæðingu, hérna í Svíþjóð hef ég bara verið svona lengi á sjúkrahúsi eftir keisara!  En það verður nú engin veisla í dag því hann er lasinn kallgreyið með hita, hósta og beinverki, hefur ekki orðið svona lasinn í mörg ár!  En þetta gengur yfir eins og allt annað!  Vona að þið eigið öll góðan dag í dag, það ætla ég að eiga þrátt fyrir "snjóstorminn" sem geisar hérnaWink

Íþróttir!!!!

Fólkið í minni fjölskyldu er orðið algjörir íþróttaálfar, hef áhyggjur af þessuWink.  Það er vikufrí í skólanum hjá krökkunum og það er brjálað að gera, í gær var Ívar á skíðum allan daginn, í dag er Axel að keppa í fótbolta og á morgun fer hann á skíði!  Ívar er svo að keppa í fótbolta á föstudaginn og á laugardaginn eru hann, Eva og Einar með æfingu í AikidoFrown. Ég hef aldrei verið mikið fyrir íþróttir, nema þá glasa og flöskulyftingar hérna í eina tíð, hleyp ekki ef ég er með réttu ráði en börnin mín hafa náð í þennan áhuga einhversstaðar þegar ég sá ekki til!  Núna ætla ég að hætta þessu og fara að horfa á Axel spila fótboltaGrin


Verið í útlöndum nýlega?

Þið systur mínar hafið ekkert verið í Amsterdam nýlega? Just  wondering Wink .  Hvernig fer maður að því að koma svona efnum innvortis, veit hvernig þetta er gert en get ómögulega sett mig inní hvernig fólk getur þetta!  Sjálfsagt allt mögulegt undir þessum kringumstæðum, veit ekki nógu vel, never been there, never done that!  Og svona by the way, það snjóar hérna núna! 
mbl.is Tvær konur teknar með 680 grömm af kókaíni í Leifsstöð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spurning dagsins

Heyrði þessa spurningu um daginn, hvað er best við að vera kona?  Þessi manneskja vildi semsagt meina að það væri eitthvað best við þaðErrm   Ég get alveg upplifað hvað er best við að vera ég en get ómögulega fundið hvað er best við að vera kona!  Help me out here, er til eitthvað sem er best við að vera kona?????????  Gat stundum upplifað hérna áður fyrr að lífið hefði kannski verið einfaldara ef ég hefði ekki verið kona en það er langt síðan!  Kannski er best það sem Eva sagði pabba sínum að hún getur skrifað nafnið sitt þó hún horfi í hina áttina og ég "the big mother" get brotið saman þvott og horft eitthvað annað á meðanGrin   Women ruleDevil

Ok er hérna

Hef nú ekki verið að skemmta mér við annað en að versla, MAT!!!!  Ekki mitt uppáhald, hvorki að kaupa, elda né éta en has to be done!  Ef ég væri ríkur lalalal, þá myndi ég borða á veitingastöðum eða bara búllum ALLTAF!  Og foreldrafundurinn var hin ágætasta uppákoma, fullt af fólki með skoðanir sem er nú frekar óvenjulegt í þessum bransa allavega hef ég ekki lent mikið í því, oftast bara ég sem hef skoðanir!  Sko flestum foreldrunum fannst eiginlega að krakkarnir ættu bara að Ha... Kj.... hlusta og vera góð en svoleiðis virkar ekki skólinn í dagPinch. Jæja þykist hafa mikið að gera núna, verð að hætta!


Eldhúsborðið hennar mömmu á netinu!

Þegar við erum allar orðnar svona geysimikilir bloggarar þá er bara eins og við séum við eldhúsborðið hennar mömmu að ýla og góla og segja klámbrandara!  Fíla þetta alveg í tætlur, keep up the good work!  Tounge


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband