Bloggfærslur mánaðarins, október 2008

Ammmæli!

Ísak litli er 6 ára í dagWizard  Ótrúlegt en sattLoL

Gjaldeyrisviðskipti!

Við erum virkilega komin 20-30 ár aftur í tímann, ætlaði að leggja inn pening hjá Einari mínum og til þess að geta það þarf ég að fylla út pappír þar sem kemur fram hversvegna ég er að senda honum þessa peninga, hvað hann ætli að gera við þá næstum því og svo þarf að senda þetta suður í Seðlabankann og spyrja þá hvort þetta sé nú ókLoL  Nú svo ætlaði ég að kaupa sænska peninga en þeir voru ekki til í mínu útibúi svo ég fór annað og þar voru til sænskir seðlar en ég mátti ekki kaupa þá því ég er ekki í viðskiptum þarAngry  Var nú farið að sjóða sæmilega á okkur  svo við hættum þessu bara þarna í gær og ég geri bara nýja tilraun í dagSmile  Maður á að vera góður við bankastarfsmennLoL  Svona í framhjáhlaupi þá er ég búin að ákveða að ég ætla að prjóna sokka, hef aldrei getað þaðGrin  Góðar stundirSmile

Ball!

Nei ég er ekki að fara á ball heldur Axel, hann er að fara á Fjarðaball í kvöld á Egilsstöðum, líst bara vel á þaðLoL  Hann er nú meira fyrir að dansa en margur annar karlpeningurinn í fjölskyldunni (þeas faðir hans)LoL  En eins og alþjóð veit er leitun að öðrum eins dansfíflum (þetta orð hljómar nú ekki vel) eins og móður hans og systrum hennarWizard  svo hann hlýtur að hafa þetta úr móðurættinniWink  Nú svo er stefnan tekin á frábæra samkomu í kvöld að venju, föstudagar eru góðir dagar, vikan hefur verið skemmtileg, bæði í vinnunni og heima en alltaf gott þegar þessi dagur rennur uppLoL  Takk aftur Ninna mín fyrir hjálpina, bjargaðir alveg höndum afkomenda minna hér á landi, legg inn á þig þegar kreppan er búin, nei bara að grínast, geri í þessu sem allra fyrstLoL

Súpa!

Ég er súpufíkill, var að borða blómkálssúpu, algjör snilldLoL Var á snilldarsamkomu í gærkvöldi, alltaf snilld hér í fámenninuSmile Það fer óðum að koma að næsta barnaafmæli, Ísak verður 6 ára 29október ,vona bara að hann vilji ekki bjóða mjög mörgum Wink  Sko börn eru yndisleg í hófi, eins og allt(næstum því allt)LoL Eigið vonandi frábært laugardagskvöldSmile

Kreppa eða hvað?

Fyrirsögnin hefur ekkert með það að gera sem ég ætla að skrifa hér, er bara alltaf svo andlaus þegar að fyrirsögnum kemurWink Hefur verið nóg að gera síðan ég kom heim, talaði bæði við Einar og Jóku í gær sem var gott, Einar var í tjaldi úti í skógi en Jóka ekkiLoL Er soldið að pirrast útí framboð á menningarviðburðum sem eru í boði hérna, meirihlutinn virðist vera fyrir svona uberlistaspírur og ég vil ekki meina að ég tilheyri þeirri tegundinniTounge Nú svo hringdi í mig kona frá augnlækni í Borg óttans og var að bjóða mér tíma fyrir Evu og fannst henni endilega að ég gæti bara komið á föstudaginn sem mér fannst ekki þar sem ég bý svolítið langt frá þessari blessaðri borgFootinMouth Þá spurði hún:Hvenær kemuru suður, eins og það séu einhver lög fyrir því að sveitavargurinn verði að koma þangað reglulegaErrm Sko ég fer ekkert suður ef ég þarf þess ekki nauðsynlega, ef mig vantar eitthvað sem ekki er hægt að fá hér, sem er slatti, þá er eiginlega meira lógiskt að fara á Akureyri til að ná í þaðWoundering eða hvað? En allavega, hér er fallegt, bæði umhverfið og veðriðSmile Getur maður beðið um eitthvað meira?

Komin heim!

Jæja fólk er komin aftur heim í heiðardalinn/Heiðmörk! Það var rosalega gaman í Linköping þó svo að gengisflöktið  hafi gert það að verkum að við gátum ekki farið allt það sem við ætluðum, verðum bara að fara fljótt þangað aftur, eða nei annars það er kreppa, má ekki gleyma þvíLoL  Annars var þetta voða gaman, gott að hitta Einar og Jojo og Bjura og fjölskyldu og allar aðrar yndislegar manneskjurLoL  Takk fyrir gistinguna Birna, þú færð 5 stjörnurLoL

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband