Bloggfærslur mánaðarins, maí 2008

Komin út úr skóginum!

Ég og 3/5 af börnunum mínum erum sko búin að eyða deginum í skóginum í 25 stiga hita með ca 200 öðrum manneskjum á öllum aldri og þjóðernumGrin Þetta var alveg snilld, ég Eva og Ísak löbbuðum 3 kílómetra og Ívar labbaði 8 kílómetra, svo var borðað og krakkarnir fóru að synda í vatninu þarnaGrin Bara frábær dagurGrin Nú í gær hringdi í mig kona sem vinnur hjá ónefndu skipafélagi íslensku og vildi endilega fá að setja búslóðina mína í gám á föstudaginnErrm í þessari viku, mér tókst nú alveg að útskýra fyrir henni að það væri ekki hægtW00t En þetta leysist nú sjálfsagt allt, jafnvel á þessu ári, held það nú baraSmile See you people next monthLoL Verð bara að bæta við að það er verið að spá 28 stiga hita hérna um helgina, þið vilduð svo fá að vita þaðLoL

Bara hlýtt núna!

Já það svona bara blíðan hérna, sumarið á víst að verða það besta í manna minnum, of course, ég er að flytja héðanLoL Í morgun var ég með þrjú börn hjá tannlækni í einu og missti þarafleiðandi af því að fara með þeim úr vinnunni til Vadstena, sem hefði verið gaman en shit happens and it happens to meLoL Nú á eftir er ég að fara á fund í sambandi við skólann og á morgun er Ívar að fara til astmalæknisins og annað kvöld er Eva að syngja á konsert í kirkjunni nú svo á fimmtudaginn erum við að fara að ganga langt, nei nei bara 3 kílómetra langt útí skógi með öllum krökkunum úr skólanum hjá Evu og Ívari og Ísak kemur líka með, gæti orðið gaman ef veðrið verður gottLoL Svo það er bara nóg að gera og gaman að því, nú það lítur helst út fyrir að litli hvíti kettlingurinn ætli að komast til manns eða kattar, augun á honum eru orðin góð og hann er allur að braggastGrin Vonandi eigið þið öll frábæra viku, ég ætla amk að reyna þaðWink

Júróvissjon!

Ég er ekki að fylgjast með þessari söngvakeppni frekar en venjulega, hef ekki heyrt íslenska lagið og er bara orðin þreytt á því sænska, það heyrist allstaðarErrm Ég er upptekin af því þessa dagana að halda lífinu í litlum hvítum kettling sem Zippo eignaðist, hinir 5 eru þrælhressir en þessi litli vesalingur vex lítið og er með sýkingu í augunum og droparnir sem ég gæti sett í augun á honum eru ekki til í neinu apótekiUndecided    Annars er Einar að fara að skoða íbúð núna um helgina, sjáum hvort hann tekur hana, er á 7.hæð, vonandi virkar lyftan alltafGrin Svo er bara nóg að gera eins og venjulega, Ívar er á skólafótboltamóti, þeir fóru af stað kl 06.45 í morgun og svo á eftir er Eva að fara að fá eina gráðu til í Aikido og svo á morgun er heimaleikur hjá Ívari Grin Laugardagar eru kúl dagarGrin

Það hafðist!

Þá er það komið, fermingin hans Axels og skírnin hennar Nínu LáruSmile Þetta er búið að vera alveg frábært, takk fyrir okkur Birna, Ninna, Jóka og allir aðrir sem gerðu þetta að góðum dögumGrin Við komum heim seint í gærkvöldi frá Jönköping úr skírnarveislunni sem var bráðskemmtileg uppákoma, mikið hlegið og klæmst, nei ekkert voða mikið það var nú prestur viðstaddurHalo Jæja best að koma þreyttum börnum á stað í skólann, góða skemmtun í dagSmile

Hamingjan!

Las í Aftonbladet áðan að samkvæmt einhverri könnun sem einhver gerði þá eru pör sem ekki eiga börn mun hamingjusamari en þau pör sem eiga börn, sko það er víst þannig að þau eru þokkalega hamingjusöm á meðgöngunni en um leið og barnið er komið þá byrjar ballið og engin hamingja meirLoL Veit ekki alveg hvernig fólk funkar en ég held að hamingja sé ástand sem ég skapa sjálf og þá aðallega með því að sjá allt það jákvæða sem lífið hefur uppá að bjóða og þá held ég kannski að það skipti nú minna máli hvort maður á börn eða ekkiSmile Ég er voða ánægð og hamingjusöm með mín börn og er ekki alveg að sjá að það að hafa eignast þau geti verið neikvætt fyrir mig, jú ok þegar táningarnir virðast sjá mig sem bara veski, soldið þreytandi en yndislegt annarsLoL Have a nice sunday!Smile

Fjölgun!

Zippo okkar var að eignast amk 5Shocking kettlinga núna í morgun, hlaut að vera eins feit og hún var orðin að þetta yrði einhver fjöldiSmile oh well shit happens, þeir eru voða sætir það sem ég hef séð af þeimSmile Við vorum búin að búa um hana í kassa inní skáp en hún eignaðist þá náttúrulega ekki þar heldur við hliðina á kassanum, týpísktSmile

Loksins!

Loksins er skábarnabarnið mitt komið, Jóka átti stelpu í gærkvöldi korter yfir 12 á okkar tíma svo hún er eins og Becca á tvo afmælisdaga, 2.maí á Íslandi og 3.maí í Svíþjóð!Wizard   Hún var stór nærri 16 merkur og 52 cm, Eva og Ívar voru svona þung til samansSmile Skrýtið að Jóka litla eigi 3 börn, how old does that make meLoL

Fish and chips!

Ég fékk sms frá Axel í gærkvöldi, hann var að borða "fish and chips", veit ekki hvort það var borið fram í dagblaði eins og maður hefur séð i sjónvarpinu en það var víst bara gottSmile Nú ég var líka á foreldrafundi hjá fótboltaliðinu hans Ívars og þar voru foreldrar sem halda að elsku börnin þeirra séu bæði með vængi og geislabaug og að séu bara allir hinir sem eru vondir við þauFootinMouth Þreytandi lið, auðvitað á maður að standa með börnunum sínum en maður verður líka að vera í smá sambandi við  raunveruleikann! Eva gisti hjá nágrönnum okkar frá Sómalíu og skemmti sér konunglega, svo við vorum bara hérna ég og Einar, Ívar og ÍsakSmile Jæja best að hætta núna þarf að hringja nokkur símtölSmile


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband