SérSvið :)
20.2.2010 | 10:25
Nei ætla ekkert að tjá mig um svið, borða þau ekki
Hef verið að pæla í hvort og þá hvaða sérsvið ég hef, allir eru með svoleiðis hef ég heyrt
Hef reynt lengi að skilja prjónauppskriftir en gengur ekkert, sko ég hef lesið 7000 síður um sögu Suður-Ameríku fyrir munnlegt próf og það gekk vel, ég fékk flotta einkunn í heimspeki daginn áður en yngsta barnið mitt var tekið með keisara ( heimspeki er ekki mitt sérsvið ) ég hef skrifað 30+ síðna ritgerð um nafnarannsóknir og rúllaði því upp og allt þetta á öðrum tungumálum en íslensku en ÉG SKIL EKKI PRJÓNAUPPSKRIFTIR
á neinu tungumáli
Það vantar nú eitthvað hjá þessari konu sem er annars nokkuð skörp og fixar það mesta sem hún tekur sér fyrir hendur en niðurstaðan er sú að prjónauppskriftir eru allavega ekki mitt sérsvið
Geri nú samt þennan laugardag góðan
Athugasemdir
Jóhanna Pálmadóttir, 20.2.2010 kl. 10:36
Ok við erum þá tvö fífl þar
Birna Dúadóttir, 20.2.2010 kl. 10:38
tveir fyrir einn
Erna Evudóttir, 20.2.2010 kl. 11:08
Já það er greinilega eitthvað mikið að
Jónína Dúadóttir, 20.2.2010 kl. 12:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.