Bloggfærslur mánaðarins, mars 2008

Ágætis konur!

Var að vinna með þessum konum fyrir ótal árum síðan, flestar mjög indælar konur þó ég hafi aldrei skilið afhverju einhverjum dettur í hug að ganga í klausturShocking
mbl.is Gaman að koma en ekki að fara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gamla fólkið og leikvellirnir!

Ég var á svona íbúafundi í kvöld þar sem verið var að ræða þá ákvörðun að taka burt alla sandkassa og leiktæki sem eru á milli húsanna hérna í hverfinu, sko fyrirtækið sem á þessar íbúðir hérna vill ekki halda þessu við því það kostar alltof mikið, en halda því fram að það séu engir krakkar sem leiki sér í þessum sandkössum eða á þessum leiktækjumShocking Ekkert skrítið við það því þessu hefur ekki verið haldið við í mörg ár en það verða nú samt nokkrir leikvellir eftir!  Það voru ca 40 manns á þessum fundi þar af voru sjálfsagt 5 sem eiga litla krakka og restin var Ellilífeyrisþegar!!!!!, PartyanimalsWizard En í alvöru þá er þetta alltaf svona ef það eru einhverjir íbúafundir, stór meirihluti er ellilífeyrisþegar og flesta þeirra hef ég aldrei séð áður, þeir eiga kannski ekkert heima hérna, þeir eru kannski bara svona farandfundafríkShocking

Snjór!

Það snjóar hérna dag eftir dag, bara yndislegtGrin Þetta með flutningana er alltaf að verða meira raunverulegt, þarf að fara núna í vikunni og segja upp íbúðinni, sem er gott nema þá vegna þess að þá fer að koma fólk að skoða sem mér finnst minna skemmtilegt, nenni ekki að fá eitthvað ókunnugt fólk inn til mínErrm Jóka er fimm ára, frábært, konan er einfaldlega snillingurWizard Í dag er líka vöffludagurinn í svíaríki, við förum í kirkjuna í dag og étum vöfflur, nenni ekki að gera þær sjálfTounge Svo hef ég verið að hugsa um hvort maður megi vera með hænur og endur ínní bæjum á Íslandi, þeas á Fáskrúðsfirði, myndi vilja hafa grísi líka en það er kannski ekki að gera sigWink Skoða þetta þegar ég kem þangað, væri gaman að vera með nokkra Mikka, Jóa, Topp eða Sigurbjörgu útí garðiSmile

Out of it!

Ég hef verið eitthvað lítið með upp á síðkastið og verið alltof andlaus til að skrifa eitthvað hérna!  Annars var ég í samtali í skólanum hjá Evu í dag og þetta gengur allt bara ljómandi vel, vissi það nú einhvernveginn!  Nú Axel fer til Englands 29.apríl, þau taka rútu niður til Calais i Frakklandi og taka ferjuna til Dover, Öfund, Öfund, fara svo til Canterbury, Öfund, Öfund aftur, ég vil fara þangað!  Nei,nei  þetta verður bara gaman fyrir hann! 

Tuskuæði!

Það tók sig upp gamalt tuskuæði hjá mér en er að ganga yfir sem er gottGrin  Erfitt að eiga við þetta stundum en held mér sé að takast að losna við þettaWink  Var á skólaráðsfundi í gærkvöldi sem var bara gaman, það á að leggja niður skólann í hverfinu sem ég bý í en ekkert búið að ákveða hvað verður um krakkanaShocking  kemur allt í ljós, þarf ekki að hafa áhyggjur af því þar sem þetta verður sjálfsagt ekki fyrr en á næsta eða þarnæsta ári! Nú svo virðist vorið vera komið, Eva kom heim í gær með blóm sem hún hafði tínt á leiðinni heim úr skólanum, þetta er nú soldið skrýtið því veturinn kom aldreiWoundering Núna eru ca 3 mánuðir þangað til við flytjum, skrýtið hvað tíminn líður hratt en samt hægtShocking  Nóg um það, over and outGrin  Já alveg rétt, flott húsið hennar Ninnu (og Jóa)Wink

Glataði sonurinn!

Einar loksins kominn heim eftir langa veru í skóginum, hann bjó í tjaldi í 9 daga og fannst það ekki æði! Angry  Skil það nú ekki alveg, hann sem er fæddur 22.febrúar og við  sem erum gamlir skátar vitum hvaða dagur það er en nei honum væri alveg sama þó hann gerði þetta ekkert aftur í bráðinaGrin  FArin að sofa, þessi vika er búin að vera erfiðGasp

Svo gaman!

Var í Jönköping í gær hjá Gunnari og co, yndislegt að venju, fórum svo til Jóku og co og þangað kom gamall nágranni minn sem ég hef ekki hitt í 6 eða 7 ár, gaman að þvíGrin  Bara frábær dagur, ekki spurningGrin Gerum þennan líka góðanGrin

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband