Þakklæti :)
8.6.2010 | 15:22
Er alveg ferlega óduglega að skrifa hérna
ens og mér finnst nú gaman að viðra skoðanir mínar á öllu og öllum, fá fleiri að heyra en vilja
En allavega þá er fyrirlesturinn í dag um þakklæti sem ég finn oft fyrir af hinum ýmsustu ástæðum
Sumt fólk gerir mann ljósa hluti sem maður getur verið þakklátur fyrir og viðkomandi er ekki einusinni að reyna það, það eru hæfileikar sko
td að lífið er ekki alltaf ævintýri og að (uppáhaldssetningin mín þessa dagana ) happy endings are few and far between
get verið þakklát fyrir að hafa komist að því
Nú eða það að sumt fólk sér ekki (vill ekki sjá ) allt það góða sem í boði er í lífinu ef það bara gengur einu (eða jafnvel bara hálfu ) skrefi en það þorir, er þakklát fyrir að þora því from time to time
ok það gengur ekki alltaf upp en maður situr allavega ekki uppi með fullt af efum
er þakklát fyrir það
Oh well this is as good as it gets greinilega
ég er nú farin að hljóma eins og sagt er svo smekklega á sænsku : bitterfitta
en tilveran sökkar (á góðri íslensku ) eitthvað þessa dagana, getur eiginlega bara bestnað úr þessu
Góðar stundir
Athugasemdir
Er alveg sammála þér, þú ert alltof löt að skrifa hérna En þegar þú gerir það, þá er alltaf gaman að lesa
Birna Dúadóttir, 8.6.2010 kl. 17:11
Takk elskan og sömuleiðis
Erna Evudóttir, 8.6.2010 kl. 17:31
Erna mín, þú ert búin að vera svona bitterfitta ansi lengi, gott að þú ert að byrja að fatta það
Jóhanna Pálmadóttir, 8.6.2010 kl. 21:18
Já þarna sérðu eitt enn til að vera þakklátur fyrir að hafa komist að endalaust þessar uppsprettur þakklætisins
Erna Evudóttir, 8.6.2010 kl. 21:57
Svo náttulega ertu þakklát fyrir að eiga okkur þínar dásamlegu systurViltu þýða orðið bitterfitta...Held það þýði ekki það sem ég er að ímynda mér...
Jónína Dúadóttir, 9.6.2010 kl. 07:32
Jú takk það er eitt enn en sko prófaðu bara að googla bitterfitta, þetta er nú eiginlega svona ilmsaltsorð sko
Erna Evudóttir, 9.6.2010 kl. 14:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.