Confession :)
9.6.2010 | 19:24
Þarf að bikta mig aðeins
fór á vigtina í ræktinni og er hvorki meira né minna SEXTÍU OG NÍU kíló
hef ekki verið svona mörg kíló síðan ég var ólett í eitthvað skiptið, geggjað kúl
Axel að koma heim á laugardaginn og tekur Pekka með sér, ferlega ánægð með að fá þá báða hingað
Fer og næ í þá til Slow Town á laugardaginn, bara snilld
Er annars komin í ævilangt prjónabann, fór að prjóna og fór strax að finna til í öxlinni
nenni því ekki svo ég hætti bara að prjóna, ekki orð um það meir
Er líka að pirra mig á paperpushers sem vinna hjá mínu sveitarfélagi
þessir aular vita ekkert í sinn haus, stórundarlegt hvernig hægt er að reka heilt sveitarfélag með starfsmönnum, aðallega yfirmönnum, sem virðast margir hverjir ekki hafa nokkra hugmynd um hvað þeir eru að gera
Það eru sjálfsagt ágætis manneskjur þarna innanum og samanvið en því miður eru þeir starfsmenn í miklum minnihluta
Já svo er nú sumarið komið í öllu sínu veldi
fullar rútur af túristum sem keyra hægt í gegnum plássið og skoða þá innfæddu vel og vandlega
og þá langar mig alltaf til að gera eitthvað flippað en hef nú hingað til getað haldið aftur af mér, maður vill nú að þeir þori að koma aftur, þeir eiga nú víst að bjarga okkur úr peningavandræðunum
Góðar stundir and over and out














Athugasemdir
Kúl að Axel skuli vera að koma
Þú verður nú að gefa túrhestunum eitthvað fyrir aurana sína, koma svo 
Birna Dúadóttir, 9.6.2010 kl. 19:32
Gleymdi að óska þér til hamingju með kílóafjöldann, snilld og allt önnur líðan að vera með eitthvað utan á sér
Birna Dúadóttir, 9.6.2010 kl. 19:33
Já moona þá bara næst þegar þeir keyra framhjá
takk fyrir kílóóskirnar, þetta er soldið örvísi en bara gaman 
Erna Evudóttir, 9.6.2010 kl. 23:00
Til hamingju með kílóin elskan, glæsilega gert
Ekki moona... það er svo dónalegt......

Jónína Dúadóttir, 10.6.2010 kl. 08:17
Hún verður að fá að múna
Það má sko ekki hefta hana 
Birna Dúadóttir, 10.6.2010 kl. 08:52
Múna, ekki múna, múna, ekki múna, mar fær bara valkvíða eins og mar væri á Subway, sem mig btw langar ekki á aftur
Erna Evudóttir, 10.6.2010 kl. 08:57
Hefta hana kannski við gaflinn á hænsnahúsinu
Siða blessaðan dreyfarann aðeins....
Jónína Dúadóttir, 10.6.2010 kl. 10:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.