Þoka :)
10.7.2010 | 21:36
Það er þoka hérna í fásinninu, ekki í fyrsta skipti og örugglega ekki það síðasta heldur
Það er aftur á móti hin argasta hitabylgja í mínu fyrrverandi heimalandi Svíaríki, ja sko hinu heimalandinu mínu verður það víst að heita þar sem ég er tvöföld í roðinu, með bæði íslenskan og sænskan ríkisborgararétt
Langar soldið að vera þar núna, skil ekki afhverju, ég átti oft erfitt með að þola hitann þarna á sumrin, fer ekki og syndi í einhverjum (að mínu mati ) ísköldum vötnum né hef gaman af að liggja í sólbaði
Nú svo ég tali nú ekki um allar pöddurnar og kvikindin sem eru þarna á hverju strái á sumrin, bara hræðilegt, held ég sé bara orðin jafn upptekin og aðrir íslendingar af veðrinu
Það sem ég sakna mest frá Svíþjóð er nottla fólkið, bæði skylt og óskylt, flóknara en svo er það ekki
Nóg um það í dag, over and out, will be back und so weiter
Athugasemdir
Mikið er ég nú fegin að vera laus við þokuskrattann Myndi týnast í henni
Birna Dúadóttir, 10.7.2010 kl. 23:20
Hehehe já það er hætta á því nebblega
Erna Evudóttir, 11.7.2010 kl. 09:22
Heyrðu það er nú alger dauði hérna á blogginu, eru allir að rigna niður
Birna Dúadóttir, 13.7.2010 kl. 13:16
Ég er opinberlega hætt að hugsa um, lesa um og skrifa um veður verð bara skemmtileg hér eftir
Erna Evudóttir, 13.7.2010 kl. 23:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.