Já held þetta sé bara að verða gott núna :)
27.8.2010 | 18:07
Er alveg gangandi dæmi um að það er erfitt að læra af reynslu annarra
td þá bjuggu tvær af systrum mínum (reyndar bara tímabundið ) norðan hnífapara og með þeim þar örugglega alveg sautján manneskjur
en ég lærði ekkert af því og flutti í smá þorp á Austurlandi
hér vita allir allt um alla og mig meðtalda, sem getur verið gott stundum ef ég veit ekki hvað ég er að gera, nú þá er einhver hérna sem veit það
best það fylgi sögunni að oft á tíðum hef ég ekki hugmynd um hvað ég er að gera
en það venst líka
ja það er annaðhvort að stökkva eða stinga sér
framhald síðar
Athugasemdir
Huh þær voru nú ekki nema sextán Ég veit amk að ég þarf ekki að gera svoleiðis aftur Annars veit ég voða lítið svona yfirleitt, sem er gott
Birna Dúadóttir, 30.8.2010 kl. 13:25
Svo má bæta því við að ef fólkið á litlu stöðunum veit ekki eitthvað, þá er það bara vegna þess að það er ekki búið að gerast
Jónína Dúadóttir, 2.9.2010 kl. 07:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.