Spurning dagsins

Heyrði þessa spurningu um daginn, hvað er best við að vera kona?  Þessi manneskja vildi semsagt meina að það væri eitthvað best við þaðErrm   Ég get alveg upplifað hvað er best við að vera ég en get ómögulega fundið hvað er best við að vera kona!  Help me out here, er til eitthvað sem er best við að vera kona?????????  Gat stundum upplifað hérna áður fyrr að lífið hefði kannski verið einfaldara ef ég hefði ekki verið kona en það er langt síðan!  Kannski er best það sem Eva sagði pabba sínum að hún getur skrifað nafnið sitt þó hún horfi í hina áttina og ég "the big mother" get brotið saman þvott og horft eitthvað annað á meðanGrin   Women ruleDevil

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birna Dúadóttir

Það sem mér finnst best við að vera kona,er að vera ekki karlmaður

Birna Dúadóttir, 17.2.2007 kl. 10:39

2 Smámynd: Birna Dúadóttir

Annars var ég komin langt yfir þrítugt þegar ég áttaði mig á hvað það er bara geggjað að vera kona.Það var reyndar maður sem kom mér í skilning um það

Birna Dúadóttir, 17.2.2007 kl. 10:48

3 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Úúú..pæling dagsins er djúp, en alltaf gaman að svona spurningum. Það er nú einhverskonar tilviljun að ég er kona og er bara mjög ánægð með það. En hvað er best við það ? Miðað við hvað ? Að vera karl ? Veit´ða ekki, aldrei prófað að vera karl. En ég geri alveg ráð fyrir ( að öllu eðlilegu ) að ég hefði verið bara ánægð með að vera karl, ef ég hefði fæðst drengur. Að detta í hug að spurja svona, er spyrjandinn í heimspekinámi ?

Jónína Dúadóttir, 17.2.2007 kl. 11:28

4 Smámynd: Jóhanna Pálmadóttir

Hvað er best við að vera kona? Hmm...við erum með heilan í hausnum og ekki í buxunum...

Jóhanna Pálmadóttir, 17.2.2007 kl. 11:57

5 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

og hvað er af því að vera með heilann í buxunum? Ég vill ekki vera kona...

Gunnar Helgi Eysteinsson, 17.2.2007 kl. 12:36

6 Smámynd: Birna Dúadóttir

Aha þarna kom loksins karlmaður með viti,best að segja það bara eins og það er.

Birna Dúadóttir, 17.2.2007 kl. 12:43

7 Smámynd: Erna Evudóttir

Sú sem spurði er í einhverju teymi sem á að hjálpa krökkunum í bekknum hans Axels að finna sitt hlutverk í hópnum/bekknum.  En við hvað á maður að miða, hef ekki skipt um kyn svo ég veit ekki hvernig er að hafa heilann í buxunum, væri nær að spurja hvað er best við að vera til með eða án tippis!

Erna Evudóttir, 17.2.2007 kl. 13:42

8 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ég las einhversstaðar að karlinn hefði verið skapaður með þessa "tvo heila" en bara ekki nóg blóð til að nota fyrir báða í einu  Og mín reynsla er sú á laaangri ævi börnin góð, að það er bara allt í lagi, þetta virkar hvort sem er aldrei saman af neinu viti

Jónína Dúadóttir, 17.2.2007 kl. 17:42

9 Smámynd: Birna Dúadóttir

Æts látiði ekki svona um litlu greyin,þeir eru ágætir til síns brúks

Birna Dúadóttir, 17.2.2007 kl. 19:35

10 Smámynd: Jóhanna Pálmadóttir

HEHEHE!!!

Jóhanna Pálmadóttir, 18.2.2007 kl. 12:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband