Gaman, gaman!
6.3.2007 | 09:01
Það er svo gaman að þessu bloggi, ég sest fyrir framan tölvuna og les bloggið hjá ættingjum og vinum og fer alltaf að hlæja, flissa og ýla og góla
! Þetta er andleg næring af bestu gerð, gerist ekki betra! Takk fyrir að vera til þið öll sem gerið daginn betri og skemmtilegri! Haldið áfram að skemmta ykkur í dag!
Athugasemdir
Allt það sama til baka til þín mín kæra Linda litla er lasin og ég er að fara að kaupa hóstasaft og færa henni, mér finnst ég allt í einu vera eitthvað svo mikið AMMMMMA ! Fer á eftir og kaupi meira vinnsluminni í tölvuna, kannski lagast þá þessi "gömul" fílingur eitthvað
Jónína Dúadóttir, 6.3.2007 kl. 09:08
Skil ömmufílínginn, upplifði þetta þegar Jóku fannst góð hugmynd að skíra í höfuðið á mér, fannst ég gööööömul þá en það lagaðist, nú að kaupa meira vinnsluminni í tölvuna er ekkert sem gamalt fólk gerir, með fullri virðingu fyrir ömmum mínum þá gerðu þær ekkert svoleiðis
Erna Evudóttir, 6.3.2007 kl. 09:43
Amma þín hvað!!Hættiði þessu ýli og góli,maður gæti haldið að það væri verið að drepa ykkur.Eeeeeeðal setning.Á ég ekki að vera orðin fjörgömul,með mín fjögur og eiginlega fimm barnabörn
Birna Dúadóttir, 6.3.2007 kl. 12:38
Mér líður miklu miklu betur Takk fyrir stuðninginn og samstöðuna
Jónína Dúadóttir, 6.3.2007 kl. 13:44
Hafið kíkt á Föndur og uppskriftasíðu Jenna ?
Jónína Dúadóttir, 6.3.2007 kl. 14:34
Birna áttu þá 4 og hálft barnabarn ? Er það hægt ? Jú er ekki vísitölufjölskyldan eitthvað eins og 2 fullorðnir, 65% barn og hundur
Jónína Dúadóttir, 6.3.2007 kl. 14:36
Ég er þá náttúrlega ekki í norminu, 5 börn, 5 kettir, 1 hundur, eðla og skjaldbaka, verða það ekki bara 4 fjölskyldur í einni?
Erna Evudóttir, 6.3.2007 kl. 14:46
Sko Halldór Berg Halldórsson á litinn hálfbróðir,sem heitir Gabríel og er alger dúlla.Ég er eiginlega amma hans líka.Ég get ekki verið orðin svo gömul,það er ekki búið að skíra í höfuðið á mér ennþá
Birna Dúadóttir, 6.3.2007 kl. 17:09
Þá áttu 5 stk ! Ég á 12 í allt, sko Jói á 11 og ég á eitt, en ég er alveg að ná honum Og nei Erna mín þú ert ekkert í neinu normi
Jónína Dúadóttir, 6.3.2007 kl. 17:28
Vil ekki vera með nein leiðindi,en þarftu ekki að fara að slá svolítið í til að ná manninum þínum.Tæknilega ertu eiginlega tíu í mínus
Birna Dúadóttir, 6.3.2007 kl. 17:34
Erna í normi,neibb,gengur ekki upp á neinn máta
Birna Dúadóttir, 6.3.2007 kl. 17:35
Kva´seiru eha ? Ekki mikil von til þess að ég fái mikið fleiri, verð bara að telja með öll dýrin sem börnin mín eiga Kata á 2 ketti, Stjáni á 4 hesta, 1 hund, 1 kött og Ingi á eiginlega köttinn hérna, þá vantar bara eitt stykki
Jónína Dúadóttir, 6.3.2007 kl. 17:39
Gerðu bara eins og Erna,bættu bara á eðlurnar.
Birna Dúadóttir, 6.3.2007 kl. 17:42
Ok eina eðlu takk
Jónína Dúadóttir, 6.3.2007 kl. 22:10
Viltu fá hana senda í hraðpósti? Er ekkert mjög stór (enn)
Erna Evudóttir, 6.3.2007 kl. 22:20
Birna mín, lofa að skíra næsta barn í höfuðið á þér...Pálmi Birna Svedjehed ef það verður strákur!
Jóhanna Pálmadóttir, 7.3.2007 kl. 00:00
Takk og sama og þegið og vertu ekki að hafa neitt fyrir þessu Erna mín, ég held að það færi ekkert vel um hana í umslaginu Æðislegt nafn ! Ég er viss um að Pálmi litli verður ekkert fyrir einelti þó hann heiti stelpunafni
Jónína Dúadóttir, 7.3.2007 kl. 07:19
Kem heim í sumar, get sett hana í töskuna ef þú vilt
Erna Evudóttir, 7.3.2007 kl. 07:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.