Jakkaföt
30.4.2007 | 15:01
Hann Einar litli sonur minn fór í dag og keypti sér jakkaföt og svo þegar hann kom heim fór hann í þau og ég get bara ekki skilið hvernig ég get átt svona fullorðinn son. Lendi oft í svona skilningsleysi í sambandi við hann, sérstaklega þegar hann á afmæli, finnst ennþá svo stutt síðan hann fæddist
. En svona þar fyrir utan þá er hann alveg jafnmyndarlegur og mamma hans ef þið skylduð nú vita hver hún er
. Fann loksins bækurnar um Basil fursta sem ég las í æsku, eru víst til örfá eintök á bókasafninu á Akureyri í kjallaranum, verð bara að fá þær lánaðar þegar ég kem í sumar! Over and out
Athugasemdir
Ef þú miðar við eitthvað eins og það, hvenær jörðin varð til, þá er örstutt síðan hann fæddist
Hver er aftur mamma hans segirðu ?
Jónína Dúadóttir, 30.4.2007 kl. 19:01
Held hún sé kannski dóttir tengdóttur Björns og alnöfnu þinnar, er ekki alveg með þetta á hreinu
Erna Evudóttir, 30.4.2007 kl. 21:06
Bara grín, hann sonur þinn, er alveg eins myndarlegur og þú, mamma hans
Jónína Dúadóttir, 30.4.2007 kl. 21:57
Hann er alger dúlla,eins og mamma sín
Birna Dúadóttir, 30.4.2007 kl. 22:50
Hey, vil nú fá smá cred fyrir að vera svona aukamamma hans!!!
Jóhanna Pálmadóttir, 1.5.2007 kl. 22:04
Var alveg að fara að segja það að hann er alveg eins myndarlegur og Erna og hann hefur það frá Jóku
Jónína Dúadóttir, 2.5.2007 kl. 06:24
Auðólfur er nú myndarlegur líka
hmm eða hét hann það ekki
Birna Dúadóttir, 2.5.2007 kl. 22:58
Jú mig minnir það, er nú svo langt síðan við hittumst
Erna Evudóttir, 3.5.2007 kl. 06:24
Hver er Auðólfur ? Er hann í "teyminu" ( var á námskeiði um heilbrigðismál ! ) með Jóa G.og Jóni S.og Sveinbirni ?
Jónína Dúadóttir, 3.5.2007 kl. 07:59
Tí hí hann er örugglega í teyminu
Birna Dúadóttir, 3.5.2007 kl. 09:59
Held að hann stýri akkúrat þessu teymi
Erna Evudóttir, 3.5.2007 kl. 11:06
Hvernig vitið þið þetta alltsaman ?
Jónína Dúadóttir, 4.5.2007 kl. 07:59
Við vitum allt
Erna Evudóttir, 4.5.2007 kl. 08:41
Begi mig í auðmýkt
Jónína Dúadóttir, 4.5.2007 kl. 09:32
Hvernig á ég að skrifa fj....orðið :beigi/begi/beigji/begji, þannig að ég fái það á tilfinninguna að það sé rétt. Mín málfræði og stafsetningarsnilld hefur alltaf byggst upp á tilfinningunni nokkurnveginn einni saman, nennti aldrei að læra reglurnar
En það virkaði ekki alltaf nógu vel á prófunum í skólanum
Jónína Dúadóttir, 4.5.2007 kl. 09:49
Held það sé beygi, but don't take my word for it
Erna Evudóttir, 4.5.2007 kl. 10:42
Jú það er rétt
Jónína Dúadóttir, 4.5.2007 kl. 12:34
beygi!
Jóhanna Pálmadóttir, 5.5.2007 kl. 11:41
Ég beygi mig fyrir þessu
Jónína Dúadóttir, 6.5.2007 kl. 11:46
MMM ég líka ég beygi mig og bugta fyrir ykkar snilli
Birna Dúadóttir, 6.5.2007 kl. 15:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.