Uppstigningardagur!
17.5.2007 | 18:00
Datt einhver snilld í hug áðan og gleymdi því svo aftur, skeður stundum! Man ekkert hvað þetta gáfulega var sem ég ætlaði að skrifa, hefur kannski ekki verið merkilegt fyrst ég gleymdi því
Núna er akkúrat mánuður þangað til ég kem heim, verður alveg frábært! Axel og Ívar eru löngu byrjaðir að tala um pizzurnar á Jóni Sprett, skil ekki alveg af hverju, vill mikið frekar sitja fyrir Innra eftirlitinu á tröppunum hennar Birnu og ná glænýrri ýsu og troða henni í mig (eftir að hafa soðið hana)
En svona er þetta, misjafn smekkur fólks
En burtséð frá því þá ætla ég að eiga góða helgi þó að ég hafi þá aldrei verið bólusett sem barn og komi sjálfsagt til með að drepast úr einhverjum sjúkdómi sem enginn hefur fengið í hundrað ár
, góða skemmtun allesammans!
Athugasemdir
Ég hlakka til komu ykkar, Innra eftirlit er ekki sama sinnis Og Erna mín vertu róleg, það kemur fyrir besta fólk að hrökkva uppaf
Jónína Dúadóttir, 17.5.2007 kl. 19:12
Innra eftirlitið er á fúll sving þessa dagana,hlýtur að vera góð líkamsrækt.Svo snöggur að sænskar engisprettur skammast sín
Birna Dúadóttir, 17.5.2007 kl. 22:20
Finnst þér þú ekki vera heppin að eiga svona aðdáanda Birna mín?
Jónína Dúadóttir, 18.5.2007 kl. 08:00
Sko ef þetta væri heill aðdáendaklúbbur.Hmm ég veit,það er erfitt að gera mér til hæfis
Birna Dúadóttir, 18.5.2007 kl. 08:07
Frekjan
Jónína Dúadóttir, 18.5.2007 kl. 08:22
Af hverju var Erna ekki bólusett ? Var öllum svona illa við hana ?
Jónína Dúadóttir, 18.5.2007 kl. 18:48
Já held það bara, held reyndar að Birna hafi alltaf verið lasin þegar átti að fara með mig í sprautu, sama var í gangi þegar átti að skíra mig líka, þessvegna varð ekkert úr því fyrr en ég var 2ja ára
Erna Evudóttir, 18.5.2007 kl. 21:17
Aumingja Bía litla
Birna Dúadóttir, 19.5.2007 kl. 02:31
Já það er mesta furða hvað hún er miðað við þessa byrjun
Erna Evudóttir, 19.5.2007 kl. 06:34
Já hún hefur nú skánað er það ekki ?
Jónína Dúadóttir, 19.5.2007 kl. 11:42
Verðum nú að inna Innra eftirlitið eftir því, hahaha, ég er svo fyndin
Erna Evudóttir, 19.5.2007 kl. 15:01
Já það ertu
Jónína Dúadóttir, 19.5.2007 kl. 17:03
Mikið eruð þið fyndnar í dag dömur mínar
Birna Dúadóttir, 20.5.2007 kl. 11:28
Já það erum við
Jónína Dúadóttir, 20.5.2007 kl. 12:26
Dömur??? Ég sé engar dömur hér!
Jóhanna Pálmadóttir, 20.5.2007 kl. 15:02
Ekki ég heldur, þessi kurteisi í Birnu er líklega ætluð til að bæta upp skortinn á messumætingum á sunnudagsmorgnum hingað til. Svona friðþæging eða syndayfirbót eða hvað þetta heitir. Þess vegna er þessi dúlla alltaf svo kurteis á sunnudögum
Jónína Dúadóttir, 20.5.2007 kl. 15:32
Sko dömur eru ekki dömur,nema þær séu dömur.Þetta var hugleiðing dagsins,djúpt ekki satt
Birna Dúadóttir, 20.5.2007 kl. 19:36
Sagði daman
Erna Evudóttir, 20.5.2007 kl. 19:51
Lafði Birna Þetta er samt ekki spurning um hvort hún hafi lafað einhversstaðar.........
Jónína Dúadóttir, 20.5.2007 kl. 22:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.