Borgarstjórinn
26.5.2007 | 21:08
Nei það er sko ekki ég sem er borgarstjórinn en hún (jú það er kona) er búin að bjóða mér og minni fjölskyldu að halda uppá sænska þjóðarhátíðardaginn með henni, ekki bara við að vísu heldur allir sem hafa orðið sænskir ríkisborgarar frá síðasta þjóðhátíðardegi! Þetta á að ske í einhverjum garði niðrí bæ sem ég veit ekki almennilega hvar er og þar verður ýlt og gólað og svo deila þeir út sænska fánanum líka! Rosalega gaman! Held kannski að ég verði bara upptekin þennan dag við eitthvað annað! Nú í dag var fótbolti hjá Ívar og Axel og Eva var að "gradera" í Aikido, við erum bara algjörir íþróttaálfar hérna! Á morgun er dagskráin þannig að fyrst er kirkjan í fyrramálið og svo förum við í sund eða sko krakkarnir fara ofaní á meðan ég sit og drekk kaffi, tek sjálfsagt með mér bók að lesa! Nú svo eru bara 22 dagar þangað til við komum, löngu byrjað að telja niður hér! Ætlaði að enda þetta með einhverju rosalega gáfulegu en finn ekkert gáfulegt að segja! Bless allir
Athugasemdir
Heldurðu að þú farir nú ekki með henni Erna mínSegðu mér annað, hvað íþrótt stundar þú annars ?
Jónína Dúadóttir, 27.5.2007 kl. 10:14
Sko akkúrat núna stunda ég mest blaðsíðuflettingar sem verður örugglega næsta nýja ólympíugrein og nei leyfi frú borgarstjóra bara að sjá um hátíðarhöldin sjálf
Erna Evudóttir, 27.5.2007 kl. 10:35
Þú kemst á Ólympíuleikana í blaðsíðuflettingum og kemur örugglega heim með gullið, ég held með þér ! Og svona ef þú skyldir ekki hafa fattað það ennþá, þá hlakka ég mikið til fá ykkur heim og er alls ekki ein um það
Jónína Dúadóttir, 27.5.2007 kl. 12:54
Takk við erum sama sinnis, gvöð hvað ég kann mikið í íslensku nei í alvöru finnst tíminn lengi að líða
Erna Evudóttir, 27.5.2007 kl. 16:36
Ég hef sko tekið eftir því hvað þú ert góð í íslenskunni, alveg ótrúlegt
Jónína Dúadóttir, 27.5.2007 kl. 20:44
Kem með 4 af 5 og verð heima í rúman mánuð!
Erna Evudóttir, 28.5.2007 kl. 17:08
Birna og allur ættboginn eru farin, nú verður þú að fara að pakka niður og koma þér á svæðið góða mín
Jónína Dúadóttir, 28.5.2007 kl. 21:39
Hvað er Auður að pæla, hún býður upp á að kíkja inn á nýtt blogg en til þess verður maður að hafa lykilorð. Ég ætlaði svo að kvarta við hana á þessu bloggi sem hún er/var með hér, en þá fæ ég ekki aðgang. Ég kvarta þá bara hérna og bíð eftir að hún lesi þetta
Jónína Dúadóttir, 28.5.2007 kl. 21:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.