Það var núna
18.7.2007 | 09:57
Ok núna blogga ég, Ninna og Gunnar eru búin að klukka mig svo það er best að byrjaQ
8 hlutir um sjálfa mig!
Ég vil gjarnan vita hvaða dauðir eru skyldir mér, ekki svo naujið með þá lifandi
Ég nota sömu stærð af buxum núna eins og þegar ég var 16
Ég á 5 börn og 5 ketti
Mér finnst gaman að skoða kirkjugarða
Ég er EKKI með tuskuæði
Ég man ennþá skátaheitið
Mér finnst gaman að hekla
Ég enda sjálfsagt í pólitík
Ok þá var það búið, þetta er búin að vera alveg frábært ferðalag, ýmislegt skemmtilegt og skrýtið komið í ljós, Barnaskólinn á Akureyri heitir alltíeinu Rósinborg, það var nú eiginlega hús sem stóð við Eyrarlandsveginn en þeir eru nú ekkert í smámunum þarna í Slow Town. Ninna er orðin yngst af okkur systrunum sem henni finnst gott! Hef hitt mikið af góðu og skemmtilegu fólki, farið á nokkrar góðar samkomur og séð mikið af Íslandi! Austfirðirnir verða fallegri í hvert sinn sem ég kem þangað, voða mikið í gangi þar eins og allstaðar virðist vera! Jæja hætt í bili, fer heim á föstudaginn, bara gott, sakna Einars litla! Flýtið ykkur hægt í dag!
Athugasemdir
'Eg man líka skátaheitið,er ekki í lagi með svona fólk.Það hefur ekki verið að ástæðu lausu að við kölluðum hana lengi "Ninnu litlu"
Birna Dúadóttir, 18.7.2007 kl. 10:19
Ég vona að þú sért ekki sömu fötunum sem þú áttir þegar þú varst 16 ára
Gunnar Helgi Eysteinsson, 18.7.2007 kl. 11:54
Tí hí,góður Gunnar
Birna Dúadóttir, 18.7.2007 kl. 13:02
Bíddu...vissirðu ekki þetta með BA???
Jóhanna Pálmadóttir, 18.7.2007 kl. 22:24
ps: þú gleymdir að segja hverja þú ætlar að klukka
Jóhanna Pálmadóttir, 18.7.2007 kl. 22:25
Það er bingó í Vinabæ í kvöld elskurnar mínar
Jónína Dúadóttir, 18.7.2007 kl. 22:27
KLUKK!!!!!! Nú er ég að KLUKKA þig!Þá þarft þú að segja 8 hluti um þig á síðuna þína og klukka svo 8 aðra og þú þarft að nefna þá hérna á síðunni þinni, (og muna að nefna mig líka sem klukkaði þig ) og skrifa athugasemd á heimasíðunna þeirra um að nú séu þeir klukkaðir af þér. Þeir sem voru svo heppnir að vera klukkaðir af þér eiga svo að gera það sama skrifa 8 hluti um sjálfa sig og klukka svo átta aftur , svo koll af kolli og að lokum klukkum við allan heiminn
Jóhanna Pálmadóttir, 18.7.2007 kl. 22:52
Elsku Erna mín, góða ferð heim til Svíþjóðar og þakka þér og ykkur enn og aftur fyrir komuna ! Birna gefur þér eitt auka faðmlag frá mér, ég borga henni seinna
Jónína Dúadóttir, 20.7.2007 kl. 07:32
Takk Ninna mín og Jói, er loksins komin heim eftir langan dag, mikið gaman að hitta Einar minn og náttúrulega kettina og hundinn!
Erna Evudóttir, 20.7.2007 kl. 22:36
Gott þú ert komin heim heil á húfi
Jónína Dúadóttir, 22.7.2007 kl. 09:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.