Pása!
25.7.2007 | 17:06
Pása frá þrifunum, Gunnar alveg að gera sig, maðurinn er bara algjör snillingur! Nú hann Einar minn og Johanna kærastan hans fara til Íslands 8.ágúst, við erum svo rausnarleg foreldrar hans að við gáfum þeim ferðina í tilefni af stúdentsprófinu þeirra, gvöð hvað við erum gott fólk
. Er að reyna að klára að laga til í herberginu hans Axels áður en hann kemur heim, læt hann sjá um það annars en við fengum gesti þegar við vorum ekki heima sem ekki löguðu til eftir sig svo ég geri þetta bara. Nú svo eru allar líkur á að Zippo okkar eignist kettlinga seinna í sumar eða haust, einhver sem vill kettling? Ekki alveg á planinu en so what, shit happens and it happens to me
. Bara gaman að þessu, kettlingar voða sætir! Þarf að kaupa mér cd spilara svo ég geti hlustað á alla diskana sem Birna lét mig fá, geri í því þegar ég er búin að þrífa restina af íbúðinni! Búin í bili, over and out!
Athugasemdir
Sko það er alveg nauðsynlegt að hafa svona tónlist í botni þegar mar er að laga til,annars verður mar bara latur
Birna Dúadóttir, 25.7.2007 kl. 17:18
Hvaða tónlist er það, spyr til að ég geti þá forðast hana
Jónína Dúadóttir, 25.7.2007 kl. 21:05
Og Erna mín, nei takk, ég vil ekki kettling, en Birna tekur þá ábyggilega að sér fyrir þig, alla
Jónína Dúadóttir, 25.7.2007 kl. 21:28
Blús og íslensk einsöngslög og karlakórar og og og
Erna Evudóttir, 25.7.2007 kl. 21:59
glitter-graphics.com
Gunnar Helgi Eysteinsson, 25.7.2007 kl. 22:01
Þetta er nákvæmlega Erna að skúra skrúbba og bóna,rífa af öllum.....
Birna Dúadóttir, 26.7.2007 kl. 12:31
Hún hefur nú eitthvað breyst síðan ég sá hana síðast, ekki samt alveg viss hvað það er..........
Jónína Dúadóttir, 26.7.2007 kl. 13:15
Geta það verið skórnir,ég er ekki viss heldur
Birna Dúadóttir, 26.7.2007 kl. 18:12
Hmmm.... ja kannski, er samt enn ekki viss....... getur það verið svuntan
Jónína Dúadóttir, 26.7.2007 kl. 19:39
Heyriði, ég vil ekki vera leiðinleg, en getur hugsast að hann Gunnar bloggvinur okkar sé með vitlausa mynd.....
Jónína Dúadóttir, 27.7.2007 kl. 08:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.