Allir heima!
23.8.2007 | 08:11
Loksins er Einar kominn heim, bara frábært! Hann og Johanna skemmtu sér alveg rosalega vel á Íslandi, svo vel að hún vildi ekki fara heim
. Ég vil bara þakka yndislegum ættingjum mínum og hans fyrir hvað þið tókuð vel á móti þeim og gerðuð þessa heimsókn skemmtilega fyrir þau, þið eruð öll alveg frábær! Fólkið mitt er gott fólk, í alvöru og hinir líka sem ekki eru skyldir mér og mínum, það er sko ekki skilyrði fyrir því að vera gott fólk að vera skyldur mér, en það hjálpar
Gangið hægt um gleðinnar dyr, aðgát skal höfð í nærveru sálar, bless!
Athugasemdir
Það var alveg yndisleg að hafa þau
Birna Dúadóttir, 23.8.2007 kl. 12:19
Þau eru alveg yndisleg, bara leiðinlegt að geta ekki gert neitt með þeim, stakk bara af til Svíjóðar þegar þau komu
Jónína Dúadóttir, 23.8.2007 kl. 21:41
Ég stakk af til Svíþjóðar ekki Svíjóðar
Jónína Dúadóttir, 23.8.2007 kl. 21:42
Hún amk stakk af,það er ljóst.Til Svíþjóðs
Birna Dúadóttir, 23.8.2007 kl. 23:44
Það er einhver farandandi í Ninnu, held hún sé að fara að leggjast í ferðalög
Erna Evudóttir, 24.8.2007 kl. 05:19
Farandandi er flott orð og fer ábyggilega beinustu leið inn í Orðabók Máls og menningar
Jónína Dúadóttir, 24.8.2007 kl. 07:10
Já um leið og þú ferð í næsta ferðalag
Erna Evudóttir, 24.8.2007 kl. 10:55
Hún sveiflar örugglega bakpokanum fljótlega,kannski verður Jói bara eftir heima
Birna Dúadóttir, 24.8.2007 kl. 17:19
Jónína vissi að Einar var að koma...
Gunnar Helgi Eysteinsson, 24.8.2007 kl. 18:30
Aha
Erna Evudóttir, 24.8.2007 kl. 19:19
Þið eruð asnar
Jónína Dúadóttir, 24.8.2007 kl. 19:40
Gleymdi að segja þér að jakkinn er Charlotte Russe,sýnist mér.Og ég gleymdi líka diskunum,sendi þá við fyrsta tækifæri
Birna Dúadóttir, 27.8.2007 kl. 13:06
Já einmitt það já...
Jónína Dúadóttir, 27.8.2007 kl. 14:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.