Sápuóperur og sameiginlegt forræði
28.8.2007 | 11:22
Ég var að vinna í morgun og í kaffitímanum snerust samræðurnar um amerískar sápuóperur og höfðu greinilega allir viðstaddir nema ég horft á allt þetta sem um var rætt! Ég þoli ekki sápuóperur, ég horfi ekkert mjög mikið á sjónvarp og þegar það gerist þá eru það undartekningarlítið fréttir, heimildarmyndir eða morð sem ég horfi á! Ég er mjög nálægt því að hafa fordóma gagnvart fólki sem horfir á sápuóperur, verð að gera eitthvað í þessu! Nú svo eins og þið kannski vitið þá á ein læðan mín sennilega von á sér seinna í haust en það er sko eitt vandamál með það, hún á nefnilega 2 heimili, hjá mér og hjónum sem búa hérna stutt frá mér, svo við erum eiginlega með sameiginlegt forræði yfir kettinum en hvernig verður ef hún eignast kettlingana hjá þeim? Þetta gæti orðið snúið, verð sjálfsagt bara að láta minn lögfræðing tala við þeirra lögfræðing! Verð að hætta núna, þarf að læra, skóli í kvöld! Have a nice tuesday
Athugasemdir
like sand through the hourglass
Gunnar Helgi Eysteinsson, 28.8.2007 kl. 11:32
Sammála með sápuóperurnar, algerlega óskiljanlegt að fólk horfi á þetta rusl og sumir festast svo, að þetta er orðið hluti af daglega lífinu Heyrðu ef þú verður í einhverjum vandræðum í forræðisdeilunni, þá hef ég á mínum snærum lögfræðing, snjallan, ungan og fallegan
Jónína Dúadóttir, 28.8.2007 kl. 11:37
Forræðisdeilan gæti nú orðið þín fyrsta sápuópera
Birna Dúadóttir, 28.8.2007 kl. 22:35
Lýsi eftir tillögum að nafni á sápuóperuna hennar Ernu ! Mér datt í hug : "Loðnir og litlir", "Lögfræðingurinn og kisulóran" Hm... samt einhvernveginn ekki alveg nógu slepjulegt......
Jónína Dúadóttir, 29.8.2007 kl. 10:14
Loðnir og litlir,elska þaðVið hringjum í´Séð og heyrt þegar hæðst stendur
Birna Dúadóttir, 29.8.2007 kl. 12:22
Ég er nú svo mikill perri að mér dettur eitthvað allt annað í hug en kettlingar þegar ég les Loðnir og litlir
Erna Evudóttir, 29.8.2007 kl. 13:48
Ha hvaða kettlinga ?
Jónína Dúadóttir, 29.8.2007 kl. 19:07
Birna Dúadóttir, 29.8.2007 kl. 20:39
Takk fyrir sendinguna elsku "stóra systir" mín! Þetta er flott
Jónína Dúadóttir, 30.8.2007 kl. 07:58
Og viltu gefa mér heimilisfangið hennar Jóku, búin að týna því, ég ætla að senda henni kokteilsósuna sem ég gleymdi um daginn
Jónína Dúadóttir, 30.8.2007 kl. 08:02
Ekkert að þakka! Jóka býr á Kärrhöksgatan 34, 556 12 Jönköping!
Erna Evudóttir, 30.8.2007 kl. 08:24
Já, hengja mig út á netinu bara! Kenni ykkur um ef einhverjir perrar fara að banka uppá hjá mér!!!
Gott nafn á sápuóperuna hennar Ernu: "The lawyer and the Pussy" eða kannski "The Lawyers Pussy"
Jóhanna Pálmadóttir, 30.8.2007 kl. 18:25
Þú ert nú svo mikill Gísli, vilt bara ekkert eignast nýja vini
Erna Evudóttir, 30.8.2007 kl. 18:52
Gísli
Birna Dúadóttir, 30.8.2007 kl. 18:59
Á Uppsölum
Erna Evudóttir, 30.8.2007 kl. 20:13
Hún er svo mikill "Gísli" !!!!!!!!!
Jónína Dúadóttir, 30.8.2007 kl. 22:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.