Pólitískur flóttamaður/köttur!
23.10.2007 | 17:17
Eins og alþjóð veit þá á ég 5 ketti og þeim semur oftast sæmilega, sko þangað til í morgun um hálfáttaleytið, þá allt í einu fengu þeir allir algjört fár og slógust út um alla íbúð, meira að segja Rambó greyið fékk sinn skammt af látunum
Nú ég gat nú stoppað þetta og enginn þurfti á læknishjálp að halda en Addó greyið sem er langstærstur af þeim sat út á svölum í fleiri tíma og þorði ekki að koma inn! Þegar ég gat loksins fengið hann til að koma inn þá réðst Halla sú yngsta og minnsta á hann og þau slógust út um allt! Svo eftir að ég gat skilið þau að fór hann aftur út á svalir og þorði allsekki inn en nú er orðið ansi kallt svo lausnin var að sækja um pólitískt hæli í herberginu hans Axels og þar er hann nú og verður sjálfsagt þangað til hann þorir fram aftur
Ég aftur á móti verð sjálfsagt að fá handa þeim róandi, nenni ekki að hafa þessi læti, er til róandi handa köttum annars? Wisdom doesn't necessarily come with age. Sometimes age just shows up all by itself.
Athugasemdir
Þetta hefur bara verið eins og á vígvelli í fyrri heimsstyrjöldinniMæli með því að þú gerir eitthvað samt í þessari ættfræðirannsókn,gæti verið forvitnilegt
Birna Dúadóttir, 23.10.2007 kl. 21:47
Fáðu þér róandi heillin og já kíktu svo betur á ættfræðina
Jónína Dúadóttir, 23.10.2007 kl. 22:17
Er með ættfræðina í skoðun, segir maður ekki svoleiðis?
Erna Evudóttir, 24.10.2007 kl. 05:33
Jú maður segir svoleiðis ef maður er aððí
Jónína Dúadóttir, 24.10.2007 kl. 12:35
Varstu nokkuð að stríða Jólasveininum?
Skrámur lenti jú illa í því hér um árið.
Davíð Kristjánsson (IP-tala skráð) 25.10.2007 kl. 07:01
Hí hí þræl góður punktur ! Erna mín svaraðu þessu, varstu eitthvað að stríða Jólasveininum ?
Jónína Dúadóttir, 25.10.2007 kl. 07:41
Ja sko ekki viljandi allavega, en hvað veit maður! Bíddu hann er kannski vinur sígaunakrakkanna sem ég skammaði um daginn fyrir að lemja Aiman vin hans Ísaks, þeir eru kannski í svona góðum samböndum, best að passa sig
Erna Evudóttir, 25.10.2007 kl. 08:10
Læt nú vera að koma í heimsókn á næstunni
Gunnar Helgi Eysteinsson, 26.10.2007 kl. 14:59
Er svo hann Gunnar Jólasveinninn, eftir allt saman
Jónína Dúadóttir, 26.10.2007 kl. 16:18
Obs Gunnar komst upp um þig!
Erna Evudóttir, 27.10.2007 kl. 07:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.