Sunnudagur!
18.11.2007 | 09:29
Hér snýst allt um veikindi, Ívar fékk pencilín en fékk svo háan hita aftur svo ég veit ekki alveg hvað ég geri í því, akkúrat núna er hann hitalaus en ef hitinn hækkar aftur verð ég að fara með hann á sjúkrahúsið, eftir 4 daga á pencilini finnst mér ekki að hann eigi að vera enn með hita! Eva hóstar enn en enginn hiti sem er gott því á morgun er hún að fara með skólanum að horfa á eitthvað leikrit niðrí bæ og hún vill nú ekki missa af því
Axel sér um kirkjuferðina í dag, hann fór þangað kl 10 og kemur heim kl 3, fermingardæmi í gangi
Og núna er ekkert og ég meina ekkert í höfðinu á mér! Góðan og blessaðan sunnudag
Athugasemdir
Æts ég finn til með þér og litli greyjunum.Knús
Birna Dúadóttir, 18.11.2007 kl. 10:50
Já fínn sunnudagur og vona að Ívari fari nú að batna ! Knús og kossar
Jónína Dúadóttir, 18.11.2007 kl. 12:13
Knúsaðu guttan frá okkur hérna!!!
Jóhanna Pálmadóttir, 18.11.2007 kl. 18:11
Held hann sé að koma til enda vika síðan hann veiktist
Erna Evudóttir, 19.11.2007 kl. 06:33
Erna mín mig dreymdi í nótt að þú værir að flytja heim og það fyrir jólin ! Viltu vera svo væn að ráða þennan draum fyrir mig
Jónína Dúadóttir, 19.11.2007 kl. 12:27
Ekki fyrir jólin held ég, en það er verið að skoða þessi mál annars er ég ekkert góð í að ráða drauma
Erna Evudóttir, 19.11.2007 kl. 21:20
Ég er bara töluvert ánægð með þessa draumaráðningu
Jónína Dúadóttir, 20.11.2007 kl. 06:54
Ertu hætt að lesa bloggið mitt ?
Jónína Dúadóttir, 20.11.2007 kl. 07:42
Nei, bara svoldið andlaus þessa dagana
Erna Evudóttir, 20.11.2007 kl. 08:34
Mig dreymdi líka þetta með flutningana.Þatta var ansi stór gámur sem þau komu með
Birna Dúadóttir, 20.11.2007 kl. 09:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.