Snjór eða ekki snjór!
24.1.2008 | 10:20
Snjórinn kom og svo fór hann aftur korteri seinna, nei er aðeins að ýkja en samt, það er búið að hrúga upp heilmiklum haug af einhverju hérna úti við fótboltavöll þar sem krakkarnir eiga svo að geta rennt sér, vantar bara snjóinn
Nú ég sá að Björn Ingi er hættur, vonandi fær hann bara eitthvað annað að gera svo hann verði ekki svangur greyið, við Framsóknarmenn og svo framvegis
Einar er að fara í herinn eftir helgina, hann er voða spenntur fyrir því, ég vona bara að hann hafi gaman að þessu
Over and out
Athugasemdir
Þér Framsóknarmenn.... ef Bingi greyið fær ekkert að gera þá leggur hann kannski af og passar þá aftur í milljónafötin
Faðmaðu og kysstu Einar frá mér og segðu honum að fara varlega og hafa gaman
Jónína Dúadóttir, 24.1.2008 kl. 12:09
Takk fyrir það, hann skemmtir sér sjáfsagt vel
Erna Evudóttir, 24.1.2008 kl. 13:01
Segðu Einari bara að hringja í frænkur sínar,ef einhver verður vondur við hann.Við komum og lemjum þá með teppabankaranum hennar Ninnu
Birna Dúadóttir, 24.1.2008 kl. 16:33
Faðmaðu og kysstu Einar frá mér og segðu honum að fara varlega og hafa gaman
Gunnar Helgi Eysteinsson, 24.1.2008 kl. 16:33
Takk gott fólk læt hann vita
Erna Evudóttir, 24.1.2008 kl. 17:14
Teppabankarinn sem Ninnu langaði svo í og Birna gaf henni af einskærri væntumþykju kemur þá kannski að gagni.... hann er tilbúinn hvenær sem Einar Birgir hringir
Jónína Dúadóttir, 24.1.2008 kl. 19:49
Hurrðu, varstu ekkert búin að segja tengdadóttur ömmu Jónínu að þið væruð að flytja heim ?
Jónína Dúadóttir, 28.1.2008 kl. 15:56
Attlaði einmitt að spyrja líka
Birna Dúadóttir, 28.1.2008 kl. 20:59
Bara að það væri í skoðun, hún er ekkert hrifin af þeirri hugmynd, hún vill greinilega hafa mig sem lengst í burtu
Erna Evudóttir, 29.1.2008 kl. 06:06
Hm... ég held að það sé rangur misskilningur hjá þér.....
Jónína Dúadóttir, 29.1.2008 kl. 06:46
réttur miskilningur i röngu landi er tengdur afkomendum sauðaþjófa og hreýndýrainfluttningseinkaleyfishafa. Ættli Einar hafi hitt einhvern se tók af honum síman þannig að bankandi frænkur þurfi að setjast á kústana og fljúga til Swden og redda þessu með Herin sko þetta var ekki hjálpræðisherinn í þessum þá eru byssur ! Byssur +teppabankari hver vinnur he he
Jens Hjelm (IP-tala skráð) 29.1.2008 kl. 23:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.