Stundum eru mánudagar ekkert kúl!

Dagurinn í gær var svona dagur sem hefði átt að kæfa í fæðingu, hann byrjaði svosem ok, var með Axel hjá tannlækninum og þetta var bara í góðu lagi, fór svo heim og gaf Ívari og Ísak hádegismat, kl 2 fór ég með Ívar til læknis að láta líta á fótinn á honum!  Læknirinn skammaði mig fyrir að hafa ekki farið með hann á sjúkrahúsið kvöldið áður, daaah sem foreldri verð ég að taka svoleiðis ákvarðanir og ég ákvað að þess þyrfti ekki, en hún vildi endilega að við færum þangað svo það var að redda pössun fyrir Evu og Ísak og æða með Ívar í röntgen sem tók óvenjulega stuttan tíma og eins og mig grunaði ekkert brotiðAngry  Þetta er örugglega í fimmta skipti sem ég fer með hann útaf einhverjum fótboltameiðslum og aldrei neitt brotið, núna byrjar hann að tefla í staðinnGrin  Nú svo var ætt heim, ég náði í Evu og Ísak fór með liðið heim, fixaði eitthvað að borða, tók úr þvottavél, setti í aðra, fór út með hundinn og svo um hálfátta fór ég með vinkonu minni að versla, kom heim með það um hálfníu, hellti mér uppá kaffi, horfði á CSI ja næstum því allan þáttinn, sofnaði í sófanum og vaknaði kl 3 í nótt og mundi þá að ég átti eftir að taka jakkann hans Ívars úr þvottavélinni sem ég og gerði og fór svo að sofa aftur og vaknaði kl 0630 í morgun!  Aint life a bitch?Grin  Gott að það er þriðjudagur í dagGrin

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Always Look on the Bright Side of Life...

Gunnar Helgi Eysteinsson, 5.2.2008 kl. 07:47

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Bakaðir þú þá sem sagt engar bollur ?  Iss... það er bara ekkert að gera hjá þér, þú þarna súpermamman...

Jónína Dúadóttir, 5.2.2008 kl. 07:50

3 Smámynd: Erna Evudóttir

Bakaði ekki en keypti mér TVÆR í morgun og borðaði bara alveg ein og sjálf, gaf engum með mér

Erna Evudóttir, 5.2.2008 kl. 10:04

4 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Skil það mjöööög vel ég er með eina, sem hverfur ofaní mig eftir nokkrar mínútur án þess að nokkur viti

Jónína Dúadóttir, 5.2.2008 kl. 12:08

5 Smámynd: Birna Dúadóttir

Hvernig er ekki hægt að tala um bollur í fleir fleir tölu.Halló að borða ekki meira en þetta,þið eigið ykkur litla von

Birna Dúadóttir, 5.2.2008 kl. 20:36

6 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Hey það var bara ein í hádeginu, segi ekkert um allar hinar sem ég er búin með og á eftir að fá mér... þær eru svo sannarlega í fleirtölu

Jónína Dúadóttir, 5.2.2008 kl. 21:51

7 Smámynd: Birna Dúadóttir

Sem er gooooott

Birna Dúadóttir, 5.2.2008 kl. 23:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband