Þá var það búið!

Var að koma heim, Ívar datt í gær og fékk höfuðhögg svo hann endaði uppá sjúkrahúsi, eða kannski er það niðrá sjúkrahúsi frá mér séðGrin , nú eftir laaaaaanga bið var hann settur í röntgen og í framhaldi af því fannst lækninum best að hann eyddi nóttinni á sjúkrahúsinu sem við og gerðum, tók bara 4 klukkutíma frá því að við komum þangað þar til við vorum komin með herbergiAngry  Nóttin fór svo í að þær komu og vöktu Ívar á klukkutíma fresti til að gá hvort hann væri ok, nú ég vaknaði náttúrulega líka, bara frábærtFootinMouth En best að vera jákvæður, það er amk allt í lagi með Ívar en það var fleira sem fór alveg hræðilega í taugarnar á mér þarna, er alveg að skilja að þeim finnist heilbrigðiskerfið kosta of mikið hérna, skil td ekki alveg hvernig fólk sem vinnur á bráðamóttöku hefur tíma til að lesa blöðin á netinu í vinnunni, á meðan það bíður fullt af fólki eftir hjálp frammi á biðstofunniWoundering En hvað um það er hætt þessu tuði í bili, over and outSmile

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Það er líka margt sem fer í pirrurnar á mér varðandi bráðamóttökuna hér í Jönköping.

Gunnar Helgi Eysteinsson, 20.2.2008 kl. 13:29

2 Smámynd: Birna Dúadóttir

Æ snúllu strákurinn.Blessuð láttu þig hlakka til með að flytja heim,Heilsugæslumálin eru enn fátæklegri hér

Birna Dúadóttir, 20.2.2008 kl. 13:35

3 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Drífðu þig nú heim í sveitasæluna með blessuð börnin  Og faðmaðu Ívar og kysstu hann frá mér Og hin líka auðvitað!

Jónína Dúadóttir, 20.2.2008 kl. 14:54

4 Smámynd: Erna Evudóttir

Ég er búin að fara svo oft með Ívar þangað að þeir hringja örugglega í barnaverndarnefnd ef ég kem aftur, segi svo alltaf að þetta hafi skeð í fótbolta

Erna Evudóttir, 20.2.2008 kl. 18:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband