Gamla fólkið og leikvellirnir!
27.3.2008 | 21:41
Ég var á svona íbúafundi í kvöld þar sem verið var að ræða þá ákvörðun að taka burt alla sandkassa og leiktæki sem eru á milli húsanna hérna í hverfinu, sko fyrirtækið sem á þessar íbúðir hérna vill ekki halda þessu við því það kostar alltof mikið, en halda því fram að það séu engir krakkar sem leiki sér í þessum sandkössum eða á þessum leiktækjum
Ekkert skrítið við það því þessu hefur ekki verið haldið við í mörg ár en það verða nú samt nokkrir leikvellir eftir! Það voru ca 40 manns á þessum fundi þar af voru sjálfsagt 5 sem eiga litla krakka og restin var Ellilífeyrisþegar!!!!!, Partyanimals
En í alvöru þá er þetta alltaf svona ef það eru einhverjir íbúafundir, stór meirihluti er ellilífeyrisþegar og flesta þeirra hef ég aldrei séð áður, þeir eiga kannski ekkert heima hérna, þeir eru kannski bara svona farandfundafrík
Athugasemdir
Farandfundafrík
Birna Dúadóttir, 27.3.2008 kl. 22:43
Farandfundafrík er bara klassi og kannski eitthvað til í því líka Kannski leiðist þeim svo mikið að þau fara sér til skemmtunar, á jarðarfarir hjá ókunnugu fólki og hverfafundi í öðrum hverfum
Jónína Dúadóttir, 28.3.2008 kl. 05:50
Mig er farið að gruna það
Erna Evudóttir, 28.3.2008 kl. 06:19
Gunnar Helgi Eysteinsson, 28.3.2008 kl. 14:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.