Bara vírus!
15.4.2008 | 10:53
Var með Ívar hjá lækni áðan og það er eiginlega ekkert að honum, bara vírus
, þessi læknir er nú kafli útaf fyrir sig, heitir einhverju nafni sem ég get ómögulega munað og allsekki borið fram, honum fannst Ívar hálf fölur og vildi vita hvort hann borðaði almennilega, ég meina ef hann sjálfur væri búinn að vera með 39 stiga hita í meira en viku þá væri hann nú örugglega líka fölur og jafnvel bara ræfilslegur
Vona bara að þetta sé að lagast, Ísak er orðinn hitalaus og hættur að finna til í eyranu sem er gott, er voða fegin þegar krakkarnir þurfa ekki pensillín! Nú svo er Axel bráðum að fara til Englands, þarf að fara að ná í gjaldeyrir fyrir hann og kaupa ýmislegt sem hann þarf að hafa með sér, þetta verður örugglega voða skemmtileg ferð fyrir hann
Núna bara ca 2 mánuðir í flutningana, þetta verður sjálfsagt bara alveg geysilega skemmtileg reynsla að búa í litlu þorpi austur á landi, eða hvað? Segjum það allavega
Athugasemdir
Neeeei var hann föööölur Gott að þetta er allt á réttri leið hjá þeim greyjunum Það verður sko alveg ógeðslega skemmtileg reynsla að geta komið landleiðina að heimsækja þig, svo ég minnist nú ekki á þegar þú kemur svo skokkandi hingað
Jónína Dúadóttir, 15.4.2008 kl. 11:14
Já skrepp þetta fyrir hádegi einhvern daginn
Erna Evudóttir, 15.4.2008 kl. 11:17
Droppar í smá kaffisopa áður en þú ferð að taka til hádegismatinn Kúl !
Jónína Dúadóttir, 15.4.2008 kl. 11:27
Skokkandi,skreppandi,þessar vegalengdir á milli staða eru hvort eð er bara hugarástandFlott að allir eru að lagast á þínu heimili
Birna Dúadóttir, 15.4.2008 kl. 12:26
Já Erna mín, heyrirðu það ! Þessir 500 kílómetrar sem verða á milli okkar, kannski nokkrir sentimetrar til eða frá, eru bara hugarástand og ekkert því til fyrirstöðu að þú droppir í kaffi til mín nokkrum sinnum í viku
Jónína Dúadóttir, 15.4.2008 kl. 12:55
Ég er enn með fordóma út í smápleis úti á landi svo ég vel að þegja!
Jóhanna Pálmadóttir, 15.4.2008 kl. 13:43
Hvaða hvaða.... Jóka mín
Jónína Dúadóttir, 15.4.2008 kl. 13:45
Erna ert´að pakka niður ?
Jónína Dúadóttir, 17.4.2008 kl. 09:33
Eddna mín kondu uppúr kassaskrattanum,ég sé þig vel
Birna Dúadóttir, 17.4.2008 kl. 12:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.