Það hafðist!
20.5.2008 | 05:33
Þá er það komið, fermingin hans Axels og skírnin hennar Nínu Láru
Þetta er búið að vera alveg frábært, takk fyrir okkur Birna, Ninna, Jóka og allir aðrir sem gerðu þetta að góðum dögum
Við komum heim seint í gærkvöldi frá Jönköping úr skírnarveislunni sem var bráðskemmtileg uppákoma, mikið hlegið og klæmst, nei ekkert voða mikið það var nú prestur viðstaddur
Jæja best að koma þreyttum börnum á stað í skólann, góða skemmtun í dag
Athugasemdir
Vá... það var eins gott það var prestur þarnaTil hamingju, nú eru bara þrjú eftir og þá kem ég
Jónína Dúadóttir, 20.5.2008 kl. 05:42
Takk Ninna mín, alltaf velkomin
Erna Evudóttir, 20.5.2008 kl. 06:14
Ertu ekki að pakka á fullu ?
Jónína Dúadóttir, 20.5.2008 kl. 07:50
Nei eiginlega ekki, ætlaðiru að koma og hjálpa mér? Ég meina þú virðist ekki hafa neitt að gera
Erna Evudóttir, 20.5.2008 kl. 08:32
Blessuð vertu, ekkert að gera hjá mér.... kem að vörmu !!Mundi hjálpa þér með ánægju ef ég bara nennti því Nei kannski er ég bara að djóka...
Jónína Dúadóttir, 20.5.2008 kl. 08:41
Eins gott að það var prestur þarna
Birna Dúadóttir, 20.5.2008 kl. 09:43
Já þetta var nú næstum því orðið eins og við eldhúsborðið hennar mömmu fyrir utan prestinn þeas
Erna Evudóttir, 20.5.2008 kl. 13:02
Presturinn hefði nú bara haft gaman af því
Jónína Dúadóttir, 20.5.2008 kl. 13:53
Halló, er allt í lagi að við kíkjum í heimsókn á sunnudaginn?
Gunnar Helgi Eysteinsson, 23.5.2008 kl. 21:55
Þið eruð alltaf velkomin Gunnar, á sunnudegi sem öðrum dögum
Erna Evudóttir, 24.5.2008 kl. 08:18
Sjáumst...
Gunnar Helgi Eysteinsson, 24.5.2008 kl. 11:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.