Júróvissjon!
24.5.2008 | 08:29
Ég er ekki að fylgjast með þessari söngvakeppni frekar en venjulega, hef ekki heyrt íslenska lagið og er bara orðin þreytt á því sænska, það heyrist allstaðar
Ég er upptekin af því þessa dagana að halda lífinu í litlum hvítum kettling sem Zippo eignaðist, hinir 5 eru þrælhressir en þessi litli vesalingur vex lítið og er með sýkingu í augunum og droparnir sem ég gæti sett í augun á honum eru ekki til í neinu apóteki
Annars er Einar að fara að skoða íbúð núna um helgina, sjáum hvort hann tekur hana, er á 7.hæð, vonandi virkar lyftan alltaf
Svo er bara nóg að gera eins og venjulega, Ívar er á skólafótboltamóti, þeir fóru af stað kl 06.45 í morgun og svo á eftir er Eva að fara að fá eina gráðu til í Aikido og svo á morgun er heimaleikur hjá Ívari
Laugardagar eru kúl dagar
Athugasemdir
Hvað er þetta kona!? Eurovision er meiriháttar...
Gunnar Helgi Eysteinsson, 24.5.2008 kl. 11:01
Áfram Erna
Jónína Dúadóttir, 24.5.2008 kl. 15:05
Ég vinn örugglega
Erna Evudóttir, 24.5.2008 kl. 19:20
Jónína Dúadóttir, 25.5.2008 kl. 10:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.