Já einmitt!
5.6.2008 | 15:26
Góða veðrið bara alveg að drepa mann hérna, nei ég er bara lasin með hósta, hita og alles
Fór nú samt með Einari í morgun að kaupa rúm, hillur og smotterí fyrir íbúðina, bara gaman að essu
Á mínu heimili erum við farin að trúa því að þetta með að fæðast aftur í öðrum líkama sé bara alveg satt, einn af kettlingunum líkist ekki bara Arafat sáluga í útliti heldur líka í hegðun, hann/hún er sá/sú eina/eini
af kettlingunum sem kemur hlaupandi út úr herberginu og er ekki hrædd/hræddur við neitt, alveg eins og Arafat
Rosalega gaman að þessum greyjum
Nú svo á morgun er þjóðhátíðardagur Svía, þetta er nú ekkert svona jippó eins og í Noregi eða heima á Íslandi en þeir eru nú svo nýfarnir að halda upp á þennan dag, þetta verður sjálfsagt ágætt eftir svona 50 ár eða svo
Bless úr hitanum hérna hjá mér
Athugasemdir
Sendi þér bata kveðjur og bið að heilsa Arafat.
PS
Ég ætla halda upp á þjóðhátíðardag Svía með að vinna á morgun...
Gunnar Helgi Eysteinsson, 5.6.2008 kl. 19:03
Þú veifar bara sænska fánanum í kaffitímanum
Erna Evudóttir, 6.6.2008 kl. 07:08
Láta sér batna kona.Ég fer örugglega niður í bæ á röltið með sænska fánann
Birna Dúadóttir, 6.6.2008 kl. 07:16
Finn fyrir þér
Erna Evudóttir, 6.6.2008 kl. 16:16
Láttu thér batna heillin, ég veifadi svenska fánanum .... gettu hvar ? Í IKEA audvitad
Jónína Dúadóttir, 8.6.2008 kl. 15:14
Þeir svíar sem ég þekki hérna vilja meina að það hafi verið haldið mikið meira uppá þennan dag, allavega hérna í Jönköping áður en hann var gerður að rauðum degi! Skrítið fólk hérna!!!
Jóhanna Pálmadóttir, 11.6.2008 kl. 14:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.