Nóg að gera hér!

Helgin sem leið var bara skemmtileg, fjallganga, sund og heimsóknir, bara snilldLoL Var að hugsa þarna upp á fjalli að það er varla hægt að komast lengra frá Ryd en þetta, ekki misskilja það, mér fannst gott að búa þar og sakna fólksins og fjölbreytileikans í hverfinu, bara við að fara út í búð þarna hitti ég kannski fólk frá 10 ólíkum löndumSmile En annars er hér næst á dagskrá að krakkarnir byrja í skólanum á föstudaginn, gaman að sjá hvernig það verður og einnig áhugavert að sjá hvað þarf mikið að kaupa fyrir þau, þeim finnst það skrítið, í Svíþjóð þurfa þau bara að mæta með skólatösku, fá allt annað í skólanumSmile Vonandi eigið þið ánægjulegan dag, það ætla ég að geraLoL Over and outLoL

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Þú þarft sko að kaupa allt í töskuna og fyrir fjóra krakka er það nú bara dágóð upphæð

Jónína Dúadóttir, 18.8.2008 kl. 11:31

2 Smámynd: Erna Evudóttir

Já held það einhvernveginn líka

Erna Evudóttir, 18.8.2008 kl. 11:56

3 Smámynd: Birna Dúadóttir

Uss ekki öfunda ég þig.Er ekki innkaupalistinn kominn á netið?

Birna Dúadóttir, 18.8.2008 kl. 12:15

4 Smámynd: Erna Evudóttir

Hmm er nú ekki búin að gá að því, geri það asap

Erna Evudóttir, 18.8.2008 kl. 13:59

5 Smámynd: Jóhanna Pálmadóttir

Sá myndbandið, hvað er hann cool?!

Sendi Beccu mína í skólann á morgun, fyrsta daginn, með tóma skólatösku...þarf ekki að gá að neinum innkaupalista á netinu

Jóhanna Pálmadóttir, 18.8.2008 kl. 21:51

6 Smámynd: Erna Evudóttir

Einar er einfaldlega bestur, bara eins og mamma hans

Erna Evudóttir, 19.8.2008 kl. 00:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband