Rigning!
24.9.2008 | 08:16
Það er rigning, en það er allt í lagi
Hef eiginlega ekkert að segja en það er líka allt í lagi
Eva verður 8 ára á sunnudaginn og þá verð ég að hafa afmæli, er alltaf soldið lítið fyrir svoleiðis amk barnaafmæli
Finnst eiginlega að Birna og Ninna eigi að koma hingað austur og redda þessu fyrir mig, þær eru sko með miklu meiri reynslu en ég í íslenskum barnaafmælum, er það ekki bara sanngjarnt?
Mér finnst það
Have a nice day
Afhverju samþykkir ekki púkinn Ninnu?
Athugasemdir
Gettu hvað ? Ég er að vinna um helgina... Jó- Ninna af hverju ertu ekki að vinnaPanta bara pizzur heillin en kannski hefur Birna einhverja aðra hugmynd... Og púkinn vill ekki samþykkja mig af því að... bara hann er alger púki...
Jónína Dúadóttir, 24.9.2008 kl. 09:29
Sko þú býður bara börnum á hennar aldri,engar mömmur eða pabba,pantar pitsur og hefur eitt stykki skúffuköku,til að setja kertin á.Svo horfa þau á videó,hlaupa æpandi og organdi um allt hús í svona ca tvo tíma,alveg hámark þrír tímar.Svo þegar þau fara,þá gefurðu þeim nammi í skrautlegum pokum.Þá geturðu sest niður,verið fegin og jafnframt farið að kvíða fyrir næsta barnaafmæliKlikkar ekki.Varandi Ninnu og púkann,ég er að hugsa um að hafa samband við Orðabók Háskólans,hann samþykkir hana alls ekki
Birna Dúadóttir, 24.9.2008 kl. 09:57
Mundu að hafa nóg af nammi á skúffukökunni, annars samþykki ég bara allt sem Birna sagði, var alveg búin að gleyma hvernig þetta fór framJú eitt ekki láta þér detta í hug að fara að skúra eða laga til áður en kvekindin mæta á svæðiðPúkinn... hann er bara leiðinlegur.. ég hef ekkert gert honum... held ég
Jónína Dúadóttir, 24.9.2008 kl. 11:11
Þú hefur ekkert unnið hjá honum?
Erna Evudóttir, 24.9.2008 kl. 20:52
Nei en það væri náttúrulega skýring....
Jónína Dúadóttir, 24.9.2008 kl. 20:55
TIL HAMINGJU MEÐ AFMÆLIÐ ELSKU LITLA FÁSKRÚÐSFJARÐARFRÆNKAN MÍN : EVA BJÖRG HJELM
Jónína Dúadóttir, 28.9.2008 kl. 12:24
Takk fyrir það
Erna Evudóttir, 28.9.2008 kl. 18:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.