Jamm!
13.12.2008 | 20:29
Í dag er ég búin að baka, setja í 3 þvottavélar, óska nöfnu minni í Jönköping til hamingju með daginn, fara í kauffélagið að kaupa laugardagsnammi, tala meira í símann, hugsa um að ryksuga,drekka kaffi og borða hálfmána Komst því miður ekki á samkomu í gærkvöldi sökum ómegðar (les:barnapíuleysi) en bætti úr því með góðu símtali um hádegisbil
Ætla bara að hafa jólin fín, er ekkert búin að skreyta yfir mig eins og sumir aðrir, nefni engin nöfn, set svo bara upp gervijólatréð mitt á Þorláksmessu og verð ánægð með það
Svo vona ég bara að þið eigið öll frábært laugardagskvöld, það ætla ég að gera
Athugasemdir
Eigðu gott kvöld
Jónína Dúadóttir, 13.12.2008 kl. 20:45
Mig verkjaði nú bara í húsmóðirina þegar ég las þetta
Enginn bakstur hér
Birna Dúadóttir, 15.12.2008 kl. 07:07
Mig verkjar ekkert í mína húsmóður... laufabrauðsgerð hér í gær
En það er nú líka allt og sumt...
Jónína Dúadóttir, 15.12.2008 kl. 07:19
Ert'enn'a'baka kona

Birna Dúadóttir, 18.12.2008 kl. 09:17
Vandræði þá ?

Jónína Dúadóttir, 18.12.2008 kl. 09:50
Þessar landsbyggðahúsmæður stoppa aldrei

Birna Dúadóttir, 18.12.2008 kl. 09:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.