Jamm!
3.2.2009 | 10:26
Já fyrirsögnin sýnir bara hugmyndasneyði mitt, þetta hlýtur nú bara að vera nýyrði Nýjustu fréttir héðan úr fámenninu, snjór, gatan sem ég bý við er ónýt, kostar amk 200 milljónir að gera við hana og það er sko kreppa Nú það á að sprauta einhverju í öxlina á mér, örugglega áfengi nei einhverju töframeðali sjálfsagt Það tók sig sko upp gamalt íþróttameiðsl, kannski hafa mínar glasalyftingar fyrr á tímum þessi áhrif en að vísu er þetta nú vinstri handleggurinn, er ekki örvhent en var það kannski förr i tiden, þessi tími er nú í hálfgerðri móðuAnnars eru allir hér nokkuð hressir bara, Eva byrjuð að læra á fiðlu og finnst bara gaman æfir sig heima við mismunandi mikinn fögnuð heimilisfólksins Jæja ætla að fara að fá mér brauð með mysingi eða öllu heldur mysing með smá brauði
Athugasemdir
Hugmyndasneyði er 100% örugglega nýyrðiGóða skemmtun undir fiðluæfingum elskan, ég man alveg þegar þú varst að æfa þig......
Jónína Dúadóttir, 3.2.2009 kl. 11:22
Það eru náttúrulega þínar allra bestu og skemmtilegustu æskuminningar
Erna Evudóttir, 3.2.2009 kl. 14:40
Nei það get ég nú ekki sagt...Mig minnir að mamma hafi látið þig hætta þegar við vorum öll farin að hóta að flytja að heiman... Týra og endurnar líka
Jónína Dúadóttir, 3.2.2009 kl. 16:08
Erna Evudóttir, 3.2.2009 kl. 17:43
Jónína Dúadóttir, 3.2.2009 kl. 18:13
Edna mín,þinnar fiðlusnilli er minnst með söknuði,alveg satt.Held þú hafir verið amk mun betri en ég var,á þarna flautuna
Birna Dúadóttir, 5.2.2009 kl. 07:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.