Fréttir !

Las frétt á Mogganum um styrkveitingu til íslenskukennslu fyrir útlendinga og viti menn fer þá ekki fólk af stað og kvartar yfir þessu Errm  Síðan ég flutti hingað heim í fyrra hef ég sífellt verið að hitta fólk sem kvartar yfir því að útlendingarnir vilji ekki læra íslensku, allir útlendingar sem ég þekki sem búa hér tala bara ágætis íslensku, auðvitað mismunandi góða sem er eðlilegt!  Ég hef heyrt þetta alltsaman áður, nokkrum árum eftir að ég flutti til Svíþjóðar varð mikið atvinnuleysi og þá var nákvæmlega sama umræðan í gangi, við og þeir, já þeir fengu sko ókeypis tannlækningar og örugglega margt annað sem ég er búin að gleyma sem er gott Smile  Þeir (útlendingarnir) vilja ekki læra málið, þeir rotta sig saman, já sko þetta með að rotta sig saman það gerðu amk íslendingar líka í Svíþjóð, ég hitti alveg íslendinga þar sem höfðu búið nokkuð lengi en kunnu litla sænsku, þeir umgengust bara aðra íslendinga, en til allrar hamingju voru þeir nú ekki margirSmile  Ég var útlendingur í Svíþjóð í mörg ár og það var ágætis reynsla, mæli með því Wink  Nú er þessi ræða búin, en þarf bara að bæta við að skólinn á Fáskrúðsfirði var að byrja í dag, flott nýja viðbyggingin Smile

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birna Dúadóttir

Amm alltaf verið að flokka fólk á Íslandi En annars, segðu Mars

Birna Dúadóttir, 24.8.2009 kl. 22:33

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ef mars er að flækjast fyrir þér hvernig gengur þér þá að segja Fáskrúðsfjörður ?

Jónína Dúadóttir, 25.8.2009 kl. 05:33

3 Smámynd: Erna Evudóttir

Haha jú só verí funný pípl

Erna Evudóttir, 25.8.2009 kl. 07:54

4 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ég veit, mér finnst það líka

Jónína Dúadóttir, 25.8.2009 kl. 11:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband