Allt að gerast hjá mér :)
15.10.2009 | 12:20
Já sko, er í Linköping og akkúrat núna heima hjá Einari, er búin að sofa á sjúkrahúsinu í tvær nætur, sem er ekki mitt uppáhald. Axel líður sæmilega, fór framúr í dag aðeins, erfitt fyrir hann þar sem hann hefur ekki getað hreyft sig síðan í fyrradag. Nú svo er þessi árátta hjá starfsfólki í heilbrigðisgeiranum að koma fram við alla eins og þeir séu fimm ára MJÖG pirrandi, ein tuðaði í mér í allan gærdag um að ég yrði nú að borða, þá svaraði ég að mig vantaði panodil og einn kaffibolla, ég veit ég er ekki skemmtileg en ég er fullorðin og stjórna sjálf hvenær ég borða. Skrýtin þessi tilfinning að ég hafi aldrei farið neitt, búin að hitta fullt af fólki sem ég þekki og það er gaman, gott að vera hjá Einari og Jojo nú svo er Jóka hérna líka með stelpurnar og það er frábært. En allavega þá er þetta eins gott og það getur verið, Axel er í góðum höndum þarna á sjúkrahúsinu og það er gott, fegin að hann var hér þegar þetta skeði. Over and out
Athugasemdir
Frábært að þetta skuli ganga vel Þú verður nú að vera dugleg að borða Erna mín Knús á Jóku og alla hina sem ég þekki og bara líka hina sem ég þekki alls ekki neitt
Birna Dúadóttir, 15.10.2009 kl. 13:24
Erna mín ertu nú viss um að þú viljir ekki gera eins og góða konan sagði þér...Risaknús á sjúklinginn duglega og svo líka knús handa ykkur hinum... en ekki eitt einasta knús handa fólki sem við Birna þekkjum ekki
Jónína Dúadóttir, 15.10.2009 kl. 13:51
Skal láta alla í friði sem Ninna og Birna þekkja ekki, spyr bara fyrst
Erna Evudóttir, 16.10.2009 kl. 15:48
Það er gott, ég er virkilega ánægð með þig, þú stendur þig vel
Jónína Dúadóttir, 16.10.2009 kl. 19:52
Sko, ég er alveg að skilja konurnar á sjúkrahúsinu samt, matur er bensín fyrir líkamann og þú ert aaalveg að verða bensínlaus...
Jóhanna Pálmadóttir, 23.10.2009 kl. 10:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.