Bloggfærslur mánaðarins, október 2007
Loksins
5.10.2007 | 10:55
Uppþvottavélin mín loksins komin í gang aftur, var hérna maður í amk 2 klst að laga hana og það tókst á endanum! Magnað hvað maður er háður þessum maskínum
Hef þetta bara stutt núna, þarf að skúra og síðan ætla ég að finna mér einhverja manneskju sem getur komið heim til mín og þrifið hjá mér svona x1 í viku
Góða helgi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Hún á ammælídag, hún á ammælídag!!!!!!!!!!
3.10.2007 | 05:35
Ninna "litla" stóra systir mín er 50 ára gömul í dag! Til hamingju með daginn elsku Ninna, hafðu það sem allra best og skemmtu þér vel!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Ekki alveg að skilja!
2.10.2007 | 18:55
Slæmt að eldra fólki fjölgar í meðferð en get ekki alveg séð það sem slæmar afleiðingar af drykkjunni að geta ekki passað barnabörnin sín, það er örugglega ýmislegt annað sem drykkjan kemur niður á sem er mun verra, vona að barnabörnin eigi foreldra sem geta passað þau!
Áfengisvandi breiðist út meðal eldra fólks | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Ennþá hérna!
2.10.2007 | 06:33
Lifði af barnaafmælið um helgina, með herkjum, mikið gaman og mikið grín
Haustið alveg á fullu hérna í Linköping, laufin hrynja bókstaflega af trjánum og það rignir á hverjum degi, bara mismunandi mikið
Skógurinn er voða fallegur á haustin, í öllum mögulegum litum, en annars er ég ekkert voðalega hrifin af skóginum, alltof mikið af honum hérna
Annars er dagskráin í dag ágæt, vinna smá og svo skólinn í kvöld eða sko milli 4 og 6 en það er nú næstum kvöld hérna, Axel verður með krakkana, Ívar er með fótboltaæfingu og Einar er að vinna! Ég er með heimþrá aftur og nýbúin, örugglega aldurinn sem er að ná mér
Work is the curse of the drinking classes. Oscar Wilde
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)