Bloggfærslur mánaðarins, desember 2008

Komin heim aftur!

Já við pökkuðum jólunum í bílinn og fórum til mömmu og vorum þar í besta yfirlæti, komum heim aftur í gærkvöldiSmile  Þetta var voða notalegt en líka gott að koma heimSmile Fórum bara í eina heimsókn og það var til Ninnu og Jóa, húsið þeirra verður bara fallegra og fallegra, þau líkaGrin Hér er næstum því snjólaust, var autt alla leið á Akureyri! Nú svo þegar við vorum að fara heim keyrðum við útá Grenivík og fórum svo Fn(Hn)jóskárdalinn (veit ekkert hvernig þetta er skrifað), bara gaman að því, stoppuðum líka í Laufási og tókum myndir af kirkjunni og gamla bænumSmile  bara eins og alvöru túristarLoL  Vonandi hafa allir haft það gott yfir jólin og góða skemmtun á gamlárskvöldWizard

Tína og Símon!

Þær heita þetta maddömurnar sem eru fluttar inn í bílskúrinn, Eva og Ísak fengu að skíra þærSmile  Ég hef verið að reyna að taka mynd af þeim en þær eru ekkert í stuði fyrir það svo það verður bara að bíðaLoL  Yndislegt að hafa öll börn og tengdabörn heimaSmile  Núna snjóar á fullu hjá okkur, fannst ég nú hafa lesið einhversstaðar um rauð jól, en þar hlýtur að hafa verið talað um Borg Óttans, hér er allt á kafi í snjóLoL Jólin alveg að skella á sem er gott, gaman að vera með fólkinu sínu og borða góðan mat, núna get ég keypt allt sem mér finnst tilheyra jólunum og ég get heyrt í kirkjuklukkunum í útvarpinu kl.sex á aðfangadag, bara frábærtLoL Over and outSmile

Krummi!

Mér finnst krumminn kúl, það situr stundum einn á ljósastaurnum hérna fyrir utan húsið (jú við erum með ljósastaura hérna í fámenninu) og mér finnst það næsSmile  Mig langar ekkert til að skjóta allt sem hreyfist eins og sumir (og ef það hreyfist ekki þá hrista þeir það) vantar alveg þau gen í migSmile  Sé stundum seli í fjöru þar sem ég keyri framhjá á leiðinni í vinnuna, mér finnst það líka næs, langar ekkert að drepa þáWink  Einar og Johanna kærastan hans eru á leiðinni til landsins as we speak eða í þessum töluðu/pikkuðu orðum og er það besta jólagjöfin ever, gæti ekki verið betraSmile Heart  Ég sendi Jóku algjöran kreppupakka, bara aumingjalegt en reyni að bæta úr því síðarBlush  Verð að hætta núna flaug nefnilega á hausinn hérna fyrir utan húsið hjá mér í fyrradag og er að drepast í handleggnum, einu sinni gat ég gert svona osfrv og held að ælupestin hafi náð mér líka, ekki verið nógu fljót að hlaupa síðustu árinSick

Jamm!

Í dag er ég búin að baka, setja í 3 þvottavélar, óska nöfnu minni í Jönköping til hamingju með daginn, fara í kauffélagið að kaupa laugardagsnammi, tala meira í símann, hugsa um að ryksuga,drekka kaffi og borða hálfmánaSmile Komst því miður ekki á samkomu í gærkvöldi sökum ómegðar (les:barnapíuleysi) en bætti úr því með góðu símtali um hádegisbilLoL Ætla bara að hafa jólin fín, er ekkert búin að skreyta yfir mig eins og sumir aðrir, nefni engin nöfn, set svo bara upp gervijólatréð mitt á Þorláksmessu og verð ánægð með þaðGrinSvo vona ég bara að þið eigið öll frábært laugardagskvöld, það ætla ég að geraSmile


Oooh hvað hann er góður!

Ég bjó í Svíþjóð þegar umrædd kreppa var í gangi, er nú ekki að sjá hvað hann hefur fram að færa í kreppumálum, það var bara tekið af þeim sem minnst höfðu á þessum árumAngry  Svo þegar hann hætti í stjórnmálum fór hann og keypti sér sveitasetur og hefur það bara vonandi gottSmile  Hann á nú sjálfsagt fyrir salti í grautinn þó hann hafi talað þarna fyrir ekkert, ég myndi ekki einusinni vilja hlusta á hann þó ég fengi borgað fyrir þaðAngry  Have a nice daySmile
mbl.is Göran Persson rukkaði ekki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stöðvarfjörður är en metropol!

Þetta er sko staðreynd dagsins, ekki spurningLoL  Ég hef verið að bögglast við að skrá mig í fjarnám í Háskóla Íslands og það gengur ekki andskotalaust fyrir sigShocking  þetta gengur svo illa að það er næstum því fyndið, eftir 3 daga er ég farin að flissa aðeinsWink  Svo eru jólin víst á leiðinni eina ferðina enn, they get me every yearLoL  Er víst ekki mikið meira í fréttum hérna úr fámenninu nema það að það er líka föstudagur hér á morgunSmile

How do you like Iceland?

Það var ekki sniðugt að spyrja mig að þessu í gær, komst heim úr vinnunni um áttaleytið í gærkvöldiAngry  Ákvað að nota almenningssamgöngur hér í fámenninnu og tók rútuna, góð hugmynd á góðum sumardegi en ekki í snjókomu og skafrenningi, hef ekkert á móti sjoppum annars en að biða þar í einhverja klukkutíma eftir einhverri rútu sem kemst ekki milli staða v snjókomu, nei held ekki!FootinMouth  En þetta gekk alltsaman á endanum, ég komst heim og þá var tilganginum náðSmile  Have a nice TuesdaySmile

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband