Kokteilsósa!

Mig langaði svo rosalega í kokteilsósu núna í kvöld að það var næstum því ekki fyndiðCrying !  Þetta kemur ekki oft fyrir guði sé lof, slæm tilfinning sérstaklega þar sem ég bý í landi sem framleiðir engar góðar sósur og eiginlega engan góðan mat nema þá kebabpizzu sem er eins og allir vita ekki sænsk að uppruna!  Ég verð stundum alveg hræðilega þreytt á matnum hérna eða öllu heldur skortinum á honum!  Pylsur í öllum stærðum og gerðum eru svosem kúl fyrsta árið hérna og ég tala nú ekki um skortinn á nýjum fiskiDevil .  Nú þó svo ég hafi ekki fæðst með typpi þá finnst mér ekki gaman að elda mat, mér finnst sjoppufæði fínn matur, borða helst ekki grænmeti ef ég kemst hjá því og vill gjarnan hafa matinn minn allan útvaðandi í fitu!  Geri mér grein fyrir að þetta samræmist ekki þeirri mynd sem margir hafa af KONU á mínum aldri sem á svona mörg börn en mér gæti ekki verið meira sama, finnst bara tímasóun að velta því fyrir mér hvað öðrum finnst um hvernig ég á að vera.  Mér hefur til dæmis alltaf fundist alveg hræðilega leiðinlegt að fara með börnin mín á leikvöll þegar þau voru lítil, tók alltaf með mér eitthvað að lesa ef ég villtist á leikvöll, hinir foreldrarnir sátu í sandkassanum með krökkunum sínum og fannst ég örugglega vera alveg glötuð!  Enn og aftur var mér alveg sama, djöfuls kæruleysi er þetta í konunniDevil !  Spakmælið í dag er:  Ekki fresta neinu til morguns sem þú getur látið einhvern annan gera í dagGrin

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birna Dúadóttir

Hmm skil þetta mætavel með kokteilsósuna og reyndar matseðilinn almennt.Annars er uppáhaldið mitt þessa dagana kjúklingasallat og það þýðir slatti af grænmeti,jammíGrr ég hugsa með sömu kæti til minna barna-sandkassa daga og þú

Birna Dúadóttir, 25.4.2007 kl. 23:13

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ef við ættum að vera að hafa áhyggjur af því hvað öðrum finnst, kæmum við engu öðru í verk um ævina  Man vel og skil alveg, þetta með leikvöllinn, bæti við það jólaböllum og réttardeginum Passaðu kolesterólið Erna mín

Jónína Dúadóttir, 26.4.2007 kl. 06:32

3 Smámynd: Birna Dúadóttir

Æts ég held ég hendi í þetta föndrinu,oj oj oj

Birna Dúadóttir, 26.4.2007 kl. 07:18

4 Smámynd: Birna Dúadóttir

Haha ég gleymdi gærdeginum,talandi um að vera komin á aldur,til hamingju með að vera til sæta

Birna Dúadóttir, 26.4.2007 kl. 12:50

5 Smámynd: Erna Evudóttir

Takk fyrir er að njóta þess

Erna Evudóttir, 26.4.2007 kl. 12:58

6 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Úbbasía  Erna mín innilegar hamingjuóskir með 44 ára og eins dags ammmmælið

Jónína Dúadóttir, 26.4.2007 kl. 20:09

7 Smámynd: Erna Evudóttir

Takk fyrir það, er enn að njóta þess að vera til

Erna Evudóttir, 26.4.2007 kl. 22:06

8 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ertu ennþá að njóta ?

Jónína Dúadóttir, 28.4.2007 kl. 06:43

9 Smámynd: Jóhanna Pálmadóttir

Gvuð, mér finnst svo gaman að föndra með stelpunum, svona í alvöru sko! Þetta með leikvöllinn er ég samt að skilja, en stundum er samt gaman að skella sér í rennibrautina, ef hún er nógu andskoti stór!

Gæti drepið fyrir kokteilsósu, hamborgarasósu og ýmislegt annað íslenskt sem mig dauðlangar í. Finnst samt mjög gaman að elda góðan mat og ennþá skemmtilegra að borða hann! Mmmm...heimatilbúin rjómasósa td, með kjöthleifinum sem ég elda stundum...namminamm!

Jóhanna Pálmadóttir, 28.4.2007 kl. 11:55

10 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Af hverju eruð þið ekki löngu komnar yfir 100 kólóin

Jónína Dúadóttir, 28.4.2007 kl. 13:11

11 Smámynd: Erna Evudóttir

Genin

Erna Evudóttir, 28.4.2007 kl. 13:44

12 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Eigum við ekki að staldra aðeins við hérna og rifja upp svo sem eins og eina staðreynd í ættfræði fjölskyldu okkar : Ég er systir ykkar !  Eru genin mín ekki eins og genin ykkar ?  Ha?

Jónína Dúadóttir, 28.4.2007 kl. 14:10

13 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Hm.... kannski eruð þið bara með orma

Jónína Dúadóttir, 28.4.2007 kl. 14:13

14 Smámynd: Erna Evudóttir

Kannski erum við bara með sænska orma, hef ekki hugsað út í það

Erna Evudóttir, 28.4.2007 kl. 15:03

15 Smámynd: Birna Dúadóttir

Borðið þér orma frú Norma?Þið eruð eðal

Birna Dúadóttir, 28.4.2007 kl. 15:39

16 Smámynd: Jóhanna Pálmadóttir

Já, við erum með krakkaorma!

Jóhanna Pálmadóttir, 28.4.2007 kl. 16:06

17 Smámynd: Erna Evudóttir

Takk, takk, takk, takk!

Erna Evudóttir, 29.4.2007 kl. 06:53

18 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Er enginn að hafa áhyggjur af kólesterólinu nema ég ?

Jónína Dúadóttir, 29.4.2007 kl. 12:40

19 Smámynd: Erna Evudóttir

Nei sko ég á bara að fitna sagði mér læknir, en honum fannst líka að ég ætti að hlaupa í skólann, ég er sko ekkert í ræktinni

Erna Evudóttir, 29.4.2007 kl. 14:16

20 Smámynd: Birna Dúadóttir

Af hverju segir hann þér að hlaupa,ætlar hann að elta þig

Birna Dúadóttir, 29.4.2007 kl. 18:10

21 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Er hann lítill og þybbinn ? Sé það fyrir mér, Erna á harðaspretti með skólatöskuna dinglandi og hann á eftir með....... hlustunarpípuna dinglandi  Veit alveg að þið hélduð að ég ætlaði að vera dónaleg

Jónína Dúadóttir, 30.4.2007 kl. 08:33

22 Smámynd: Erna Evudóttir

Nei hefði aldrei látið mér detta í hug að þú hefðir ætlað að vera dónaleg

Erna Evudóttir, 30.4.2007 kl. 09:20

23 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Hm.... auðvitað ekki /

Jónína Dúadóttir, 30.4.2007 kl. 12:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband